Rétt talið?

Ef KSÍ væri lýðveldi og áhorfendatölurnar væru kjörseðlar í þingkosningum þá myndi ég vilja að óháð nefnd fylgdist með talningunni.. Á fjölmörgum vinnutengum ferðum mínum á völlinn hef ég oft verið undrandi áhooligans_2_400x400 fjölmenninu á sumum völlum - stundum finnst mér að áhorfendatölurnar gætu allt eins verið úr kjörkassa í einræðisríki....ég fæ kannski tiltal fyrir þetta skot?

Hörður Magnússon íþróttafréttamaður minntist á þetta í gær í beinni útsendingu í Víkingur-Valur.. hann stuðaði ekki þjóðina eins og Gey dæmið hjá Dolla í Japan.

Skemmtilegur pirringur í Hödda þegar hinn  þrautreyndi Guðmundur Hilmarsson vinnufélagi minn á Morgunblaðinu var með Magnús Gylfason í viðtali eftir leikinn. Höddi var frekar pirraður að fá ekki Magga á undan í sjónvarpsviðtal.... og hálfskammaði fyrrum liðsfélaga sinn úr FH fyrir að vera svona "ósvífinn" að taka Magnús í viðtal á undan SÝN. Bara stuð.....Sick


mbl.is Metið féll í Víkinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mesta furða að SÝN skuli sætta sig við alla þessa áhorfendur á leikjunum.

Bjarni G (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband