Sunnudagur, 9.9.2007
Hefði betur farið á Cornell
Kaldhæðni. Borgarstjóri Reykjavíkur hélt ræðu í upphafi landsleikjar Íslands og Spánverja þar sem hann vígði nýja stúku Laugardalsvallarins með formlegum hætti. Gamli góði Villi var með mann í því að halda á regnhlíf á meðan hann talaði og skjólið sem regnhlífin veitti var mun betra en íslenskir og spænskir blaðamenn fengu að njóta undir þaki nýju stúkunnar.
Í gegnum glugga á Vip-stúkunni mátti sjá gesti með rautt eða hvítt í glasi og bjór. Enginn var blautur eða kaldur. Enda hlýtt og notarlegt í Vippinu. Villi talaði um frábæra aðstöðu, byltingu og hvað eina. Jea eða þannig.
Menn hafa alveg gleymt sér í þessari stúkubyggingu og sú aðstaða sem blaðamönnum er boðið upp á í landsleik er til skammar. Allt á floti í aðstöðu blaðamanna sem er utandyra. Hvað eru menn að reykja sem taka slíkar ákvarðanir?. Við búum á Íslandi þar sem allra veðra er von.
Og við þessar aðstæður eiga menn að rífa upp fartölvuna og skrifa í grenjandi rigningu. 21. öldin my ass.. helv. kjaftæði.
Það er greinilegt að þeir sem hönnuðu nýju stúkuna hafa alveg VIPPAÐ yfir sig. Það er hálf öld frá því að fyrsti opinberi leikurinn fór fram á Laugardalsvelli.
Í dag er aðstaða blaðamanna verri en fyrir hálfri öld..... Kollegar mínir í starfsstétt íþróttafréttamanna eru foxillir og það kraumar í flestum.
Enda heldur það á manni hita í aðstæum sem þessum.
KSÍ fær falleinkunn fyrir þessa aðstöðu.....
Chris Cornell með tónleika í Laugardalshöllinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég fór reyndar líka á Cornell, mætti þar veðurbarinn og blautur og var litinn hornaugu að líttklæddu ungu fólki.
Þar var heitt og gott, líka bjór eins og í Dalnum en hann var samt ekki ókeypis. Reyndar volgur en rann samt.
HBG (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 09:16
Finnst nú mátulegt á KSÍ ef þetta er aðstaðan sem boðið er upp á hef sjálfur kynnst heimtufrekju KSÍ ígarð allra Landsbankadeildarliðinna - það þarf aðvera svona og það þarf að vera hitt - svogeraþeir í buxurnar sjálfir - algjör snilld og kennir þessum mönnum kannski (efast reyndar um það) að líta í eigin barm og sýna gott fordæmi. Jú en þeir eru byrjaðir að sýna fordæmi og það í fljótandi formi Landsbankaldeildariðin t.d. eiga þá kannski fyrst að gera sponsorum vel undir höfði og svo einhvern tíma seinna þeim sem sjáum að fjalla um í þróttina og oftast hefja hana til vegs og virðingar.
Gísli Foster Hjartarson, 9.9.2007 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.