Stórkostleg aðstaða

Kaldhæðni. Borgarstjóri Reykjavíkur hélt ræðu í upphafi landsleikjar Íslands og Spánverja þar DSC00047sem hann vígði nýja stúku Laugardalsvallarins með formlegum hætti. Gamli góði Villi var með mann í því að halda á regnhlíf á meðan hann talaði og skjólið sem regnhlífin veitti var mun betra en íslenskir og spænskir blaðamenn fengu að njóta undir þaki nýju stúkunnar.

Í gegnum glugga á Vip-stúkunni mátti sjá gesti með rautt eða hvítt í glasi og bjór. Enginn var blautur eða kalduDSC00044r. Enda hlýtt og notarlegt í Vippinu. Villi talaði um frábæra aðstöðu, byltingu og hvað eina. Jea eða þannig.

Menn hafa alveg gleymt sér í þessari stúkubyggingu og sú aðstaða sem blaðamönnum er boðið upp á í landsleik er til skammar. Allt á floti í aðstöðu blaðamanna sem er utandyra. Hvað eru menn að reykja sem taka slíkar ákvarðanir?. Við búum á Íslandi þar sem allra veðra er von. DSC00043

 

Og við þessar aðstæður eiga menn að rífa upp fartölvuna og skrifa í grenjandi rigningu. 21. öldin my ass.. helv. kjaftæði.  

Það er greinilegt að þeir sem hönnuðu nýju stúkuna hafa alveg VIPPAÐ yfir sig. Það er hálf öld frá því að fyrsti opinberi leikurinn fór fram á Laugardalsvelli.

Í dag er aðstaða blaðamanna verri en fyrir hálfri öld..... Kollegar mínir í starfsstétt íþróttafréttamanna eru foxillir og það kraumar í flestum.

Enda heldur það á manni hita í aðstæum sem þessum.

KSÍ fær faDSC00041lleinkunn fyrir þessa aðstöðu.....


mbl.is Hermann: Áhorfendur voru stórkostlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyllilega sammála þér um að blaðamenn eigi að vera í góðri aðstöðu. En ég sat nú á meðal almennra áhorfenda nokkrum metrum neðar en þú og ekki ringdi á mig, ég á því erfitt með að kaupa að það hafi ringt á þig.

Áfram Ísland (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 10:46

2 identicon

Fyrri hálfleikurinn var sagður stórkostlegur í Fréttablaðinu í morgun (Sunnudag). Ég nennti ekki í kartöflugarðinn (sem var þó bara með besta móti núna) og ákvað þess í stað að sjá leikinn sjónvarpinu. Fyrstu fimmtán mínúturnar fóru mest í það að sjá Árna Gaut spyrna boltanum eitthvert fram, sennilega 15 útspörk á þessum kafla. Þá var sífellt verið að skipta myndavél yfir á Eyjólf talandi í farsíma (kanski á spjalli við mömmu gömlu?) og yfir á þjálfara Spánverja, sem er arfaljótur í mynd. Svo kom allt í einu mark eftir fallega sókn - Bravó. En var fyrri hálfleikur stórkostlegur, nei það er af og frá því það voru Spánverjar sem voru arfaslakir og við litlu betri.

Sé einhver í vafa þá ætti sá að skoða seinni hálfleikinn og knattmeðferðina. Ég fullyrði að 1.deildarliðið Fjölnir sé betra en landsliðið þegar ég sá þá spila fyrir viku í kartöflugarðinum. Eintómar kílingar fram til Spánverjanna sem sækja að nýju. Íslendingar vinna boltann, en geta ekki haldið honum né gefið milli manna, svo boltanum er spyrnt fram á vallarhelming Spánverjanna aftur og aftur og aftur. Knattmeðferðin alveg svakalega léleg og samspil íslenska liðsins hörmulegt. En einhvern vegin náði liðið samt 3 dauðafærum sem gefur til kynna hversu arfaslakir Spánverjarnir voru. Yfir heildina leikur sem best er að gleyma sem fyrst!

KrummiLumm (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 11:54

3 Smámynd: Johnny Bravo

Mér finnst þessi völlu glataður og ég nenni ekki að fara fyrr en við eigum ekki 15-20.000 völl ÁN HLAUPABRAUTAR með þaki og hægt að draga þakið yfir.

Bara rugl að byggja ekki svona, kostar helling af peningum en það koma líka fleyrri á völlinn og svo er bara að nota völlinn sem mest í tónleika og alla leiki höfuðborgaliða í fótbolta og hvað veit ég. Það sparast að byggja 12 heimavelli á höfuðborgarsvæðinu og fáránlegar aðgerðir eins og eyða pening í nýja stúku fyrir aftan hlaupbrautir sem er bara heimskulegt.

Johnny Bravo, 9.9.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband