Samtökin krefjast svara frá KSÍ

Samtök íþróttafréttamanna hafa óskað eftir því að fá svör frá KSÍ vegna þeirrar aðsöðu sem boðið er upp á fyrir blaðamenn á Laugardalsvelli. 

KSÍ

Bt. Geirs Þorsteinssonar formanns, Þóris Hákonarsonar framkvæmdastjóra, starfsfólks KSÍ, vallarstjóra og stjórnarmanna KSÍ.

 

Íslenskir íþróttafréttamann hafa ýmislegt látið yfir sig ganga í gegnum tíðina hvað varðar aðstöðu á knattspyrnuleikjum. En nú er mælirinn fullur. Á nýuppgerðum þjóðarleikvanginum var íslenskum íþróttafréttamönnum sýnd þvílík vanvirðing á landsleik Íslands og Spánar í gær að elstu menn í þessu fagi muna ekki eftir öðru eins.

 

Vinnuaðstaða íslenskra íþróttafréttamanna á leiknum var til háborinnar skammar því það rigndi á tölvur og skrifblokkir. Þá var engin gæsla á okkar vinnusvæði. Fólk ráfaði þarna um ölvað og að leik loknum var ekki vinnufriður. Verst af öllu var að enginn hjá KSÍ sem rætt var við á leiknum í gær sýndi vilja til þess að bæta úr málinu eða vera okkur innan handar, sem endurspeglar virðingarleysið fyrir okkar starfi.

 

Undirritaður ásamt öðrum stjórnarmönnum í Samtökum íþróttafréttamanna mætti á fund fyrir einu og hálfu ári hjá þáverandi framkvæmdastjóra KSÍ. Þar var fullyrt að við þyrftum engar áhyggjur að hafa, við hefðum aðstöðu innandyra á landsleikjum í framtíðinni. Þessi loforð voru svikin á Laugardalsvelli í gær.

 

Samtök íþróttafréttamanna hafa einnig kvartað yfir aðstöðuleysi við KSÍ við önnur tækifæri en því miður hefur því oftar en ekki verið svarað með tómlæti eða útúrsnúningum fram að þessu.

 

Samtök íþróttafréttamanna krefjast þess að KSÍ biðji félagsmenn okkar afsökunar á þeirri aðstöðu sem boðið var upp á í gær og að KSÍ bæti snarlega úr vinnuaðstöðu fyrir íþróttafréttamenn á landsleikjum í framtíðinni. Að auki viljum við fá svar við eftirfarandi spurningum:

 

  1. Hvers vegna var okkur boðið upp á þessa óásættanlegu aðstöðu?
  2. Hvers vegna voru starfsmenn KSÍ víðs fjarri meðan á leik stóð?
  3. Hvers vegna var engin gæsla þarna í kring?
  4. Er það ásetningur KSÍ að losna við íslenska íþróttafréttamenn af landsleikjum á Laugardalsvelli?
  5. Hvers konar aðstöðu verður okkur boðið upp á þegar Ísland mætir Norður-Írlandi á Laugardalsvelli á miðvikudaginn?

 

Svar óskast í síðasta lagi mánudaginn 10. september nk. kl. 14.

F.h. Samtaka íþróttafréttamanna

Þorsteinn Gunnarsson, formaður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með árangurinn.  Bara kominn á topplista bloggara á MBL.  Nú er allt þetta röfl og tuð að skila sér.  Hvenær varð þetta EÐALtuð? 

kv.
KJR

KJR (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband