Þriðjudagur, 11.9.2007
Leyfiskerfi KSÍ minnist ekki orði á þak, veggi eða gler..
Hér eru nokkur atriði úr 52 síðna doðranti frá KSÍ sem lið í Landsbanka og 1. deild karla þurfa að uppfylla. Leyfiskerfi KSÍ.
Í kafla um aðstöðu fyrir fréttamenn vekur það athygli að það er ekki stafur um að þessi aðstaða eigi að vera með þaki, veggjum og gleri..
Öll lið í Landsbankadeild karla eru með aðstöðu sem er með þaki, veggjum og gleri. Ekki á Þjóðarleikvanginum...
1D C
Aðstaða fjölmiðla á leikvangi staðsetning fréttamannastúku
Fréttamannastúka skal vera til staðar og helst í miðri aðalstúku. (Laugardalsvöllur uppfyllir þetta)
Staðsetning skal vera sem best og aðeins heiðursstúka skal vera betur staðsett. (Staðsetningin er fín, eina vandamálið er að það rignir á okkur sem erum að reyna að vinna þarna).
Þar skal sjá fyrir góðri lýsingu og nauðsynlegum tengingum og gjarnan hita.(Lýsingin er ekki vandamál, blautar rafmagnssnúrur en við værum alveg til í hita)
Auðvelt aðgengi skal vera til og frá annarri aðstöðu fjölmiðlamanna, s.s. að
herbergi fyrir fundi með fréttamönnum. (Laugardalsvöllur uppfyllir þetta)
Viðunandi aðstaða þarf að vera fyrir fjölmiðlafólk (fréttamannastúka og
herbergi fyrir fréttamannafundi).
Nota skal eftirfarandi viðmiðanir:
-Fréttamannastúka skal vera með minnst 10 sætum. (Laugardalsvöllur uppfyllir þetta)
-Sæti skulu vera með borðum sem rúma a.m.k. fartölvu, minnisblokk og síma.
(Laugardalsvöllur uppfyllir þetta en það er spurning um að stækka aðeins borðin til þess að koma fyrir golfregnhlíf, lúffum og handklæði).
-Herbergi fyrir fréttamannafundi skal hafa minnst 12 sæti fyrir fréttamenn.
(Laugardalsvöllur uppfyllir þetta).
Athugasemdir
Tekur ekki leyfishandbók KSÍ mið af leyfishandbók UEFA????? Allt skal vera eins og í útlandinu - er ekki aðstaðan svona í útlandinu - varst þú ekki búinn að segja það????
KJR (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 20:20
Félagi kær, mikið finn ég til með ykkur þarna upp undir rjáfrinu, berskjaldaðir fyrir bleytunni og honum Kára blessuðum. Datt mér ekki í hug þessi vísa:
Í dalnum er dýrindis stúka,
dekraðir snáparnir brúka.
Berja inn fregn
rennblautir í gegn,
á berangri skulu þeir kúka....
Björn Jóhann Björnsson, 11.9.2007 kl. 20:27
Ekki er blaðamannstúkan innandyra á Emirates Stadium.
En það er þak yfir henni enda efst uppi í neðri stúku vallarins, þannig að Club level stúkan fyrir ofan hana er einskonar þak.
Ég hef þó verið á vellinum í blístrandi kulda í London og verð að segja það, að ég var ánægður að geta verið í þykkum íslenskum lopavettlingum á meðan blaðamennirnir sátu berhentir við að reyna að skrifa á lappan sinn.
Kominn (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 22:08
Við höfum flest allir þurft að sitja úti á völlum erlendis við vinnu. Það hefur oft verið kalt en aldrei blautt... það er íslenska einkennið sem er að bögga okkur og þá aðallega tækniútbúnaðinn.. Helv. væll í blaðamannastéttinni finnst mörgum.. en það er ekkert létt að lemja inn texta á tölvu með fingravettlinga.. það verður stundum svona............................. lýt´ndd´knfadfam´kadfnákdmfavdkmas´rdgjmad´kdmfa´dmfka´dfmkadfma´dkfmdakfnadkn
d afkdnaæjkfnaæsjfnaæsdfjnaæfdnadf fdajfdjiaæfkandf
Sigurður Elvar Þórólfsson, 11.9.2007 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.