"Ég vorkenni ekki íslenskum blaðamönnum að þurfa að sitja úti,"

Íslendingar eru gestrisnir og vilja taka vel á móti þeim sem hingað koma. KSÍ er að sjálfsögðu á þessari línu og þeir fjölmörgu blaðamenn sem hingað koma á landsleikina gegn Spánverjum og N-Írum fá flestir húsaskjól á Laugardalsvelli. Enda mikilvægt að láta gestum líða vel og njóta leiksins við bestu aðstæður. 

Íslenskir íþróttafréttamenn sem skrifa um íþróttir í dagblöð eru sjómenn stéttarinnar. Við stöndum úti á dekki í hvaða veðri sem er á meðan kollegar okkar úr ljósvakastéttinni sitja inni í hlýjunni, tala útlensku og éta vínarbrauð. Við herðumst á þessu og kynnumst íslenskri náttúru. 

Reyndar sat einn reyndur garpur úr ljósvakastéttinni á meðal okkar í frilufts aðstöðunni á Spánarleiknum. Arnar Björnsson. Égheld reyndar að hann hafi verið í upptöku á þættinum Tekinn....menn sitja ekki sjálfviljugir í nýju blaðamannaaðstöðunni í grenjandi rigningu.

En hvað eru menn að væla. Við fáum frítt á leikinn, veitingar eru í boði, kaffi og samlokur, og sætin eru á besta stað á vellinum. Helv. frekja í stétt íþróttafréttamanna að ætlast til þess að fá að sitja inni við vinnu sína.

Svona er þetta í útlöndum og þá er alveg hægt að gera slíkt hið sama á Íslandi. "Ég vorkenni ekki íslenskum blaðamönnum að þurfa að sitja úti," sagði formaður KSÍ í útvarpsþættinum á fotbolti.net í gær. Ég geri því ráð fyrir því að formaðurinn verði með okkur í blaðamannastúkunni í kvöld og komist að því sem allir vissu.. rigningin á Íslandi kemur úr öllum áttum.


mbl.is Kominn tími á sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu situr Geir ekki 5 metrum fyrir aftan ykkur ?

Þegar vinnuaðstæður er lélegar, þá hættir fólk yfirleitt.

Getur kannski komið því til skila til hans Henrý.
Hann ætti að snúa sér að Saving Iceland eða einhverju slíku væli.

Skúlinn (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 11:17

2 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Því er hér með komið til skila - enda er Henry helsti aðdáandi Moggabloggsins..

Sigurður Elvar Þórólfsson, 12.9.2007 kl. 11:21

3 identicon

Skúli minn, hef ekki tíma í að bjarga íslandi, er að bjarga KSÍ og blaðamönnum.

Moggabloggið rules man !!!

HBG (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband