Tjáningarfrelsið er dásamlegt

Svona gera menn ekki og miðað við það sem sést á myndbandsupptöku frá þessu atviki á sá stóri von á löngu banni.

Að öðru.

Eins og einhverjir hafa frétt þá hafa félagar í Samtökum Íþróttafréttamanna látið í ljós óánægju með nýja útiaðstöðu fyrir fréttamenn á Laugardalsvelli. Það mál er enn í vinnslu. Eflaust hafa einhverjir verið ósáttir við að félagsmenn SÍ hafa notað bloggsíður til þess að skrifa um ástandið.

Tjáningarfrelsið er samt sem áður dásamlegt. Kannski fæ ég þriggja leikja bann og 100.000 kr. sekt eftir þessa færslu?

Ég ætla að hrósa KSÍ fyrir að hafa gert sitt besta á leiknum í kvöld gegn N-Írum. Gæslan var í lagi, borðin voru þurr og tuskur til staðar fyrir þá sem vildu. Meira að segja boðið upp á regnfatnað fyrir gesti og gangandi. Nokkir pennar frá N-Írlandi fóru glaðir af vellinum í Landsbankarvindjökkum og Errea regnbuxum.

Veðrið var þokkalegt án þess að ég viti hvort KSÍ hafi samið sérstaklega um það. Ég held að það hefði allt orðið vitlaust aftur ef regnið hefði látið á sér kræla líkt og á Spánarleiknum. Flestir N-Íranna voru með tölvur í gangi en íslenska pressan sem var tölvutengd fékk húsaskjól að þessu sinni.

Fjöltengin voru enn laus út um allt.. en það stendur víst til bóta. 

Samt sem áður er staðsetning á þessari aðstöðu með þeim hætti að vatn og vatnsveður á eftir að verða aðalvandamálið.

Ég hef víða setið utandyra á vinnuferðum mínum undanfarin 7 ár. Á Þúsaldarleikvanginn í Cardiff, á AOL-leikvanginn í Hamborg, á Råsunda í Stokkhólmi, á Ullevål í Osló og fleiri staði mætti nefna.

Allir þessir vellir eru með útiaðstöðu fyrir blaðamenn.

En stóri munurinn er að allir vellirnir eru með þessa aðstöðu alveg uppi í rjáfri á stúkunum og litlar líkur eru á því að menn fái vatnsveður á tölvurnar og annað sem þessu fylgir.

Blaðamannaaðstaðan á Laugardalsvelli er mikið neðar en var áður en vellinum var breytt.

Í "denn" sátu þeir sem þurftu að vera úti á Laugardalsvelli alveg uppi við rjáfur og vatn og vatnsveður var aldrei vandamál. Þetta er vandamálið í hnotskurn. Og á þeim tíma var ekki búið að gera alþjóðasamning sem varð til þess að íslenska pressan verður úti á Laugardalsvelli og sú erlenda inni. Þegar gamla stúkan var til þá var þessu öfugt farið, heimamenn inni og erlendir gestir úti. Mér fannst það fín hefð.  

Samt er hundfúlt að mæta í vinnusvæði með tölvu og geta átt von á því að skemma vélina og geta ekki komið fréttum af gangi mála á vefinn. Þarna liggur hundurinn grafinn. Þeir sem áttu von á því að seth myndi hætta að blogga geta gleymt því. Fjörið er rétt að byrja.


mbl.is Scolari sló leikmann Serbíu í andlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér. Haltu áfram. KSÍ er ekki alveg á réttri leið. Kv, Svanur

Svanur (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 17:58

2 identicon

Gaman að lesa þessar færslur en það vekur furðu mína að menn sem hafa svona sterkar skoðannir skulu ekki ræða það hvernig Adolf ingi hagaði sér á meðan þjóðsongurinn var spilaður og líka á meðan mínútu þögn var hjá þjóðinni að honum undanskyldum.

Gaman þætti mér ef þið sterku pennar myndið vekja smá athygli á þessu máli.

ég sendi mail á ruv í gær en vinnubrögð þeirra eru greinilega ekki að svara almúganum

Mailið sem ég sendi er hér:

Kvörtun um starfsmann sem heitir Adolf IngiÞvílíkur hálvitaskapur hjá einum manni, ok það eitt að hann hafi verið blaðrandi yfir okkar fallega þjóðsöng er náttúrulega til skammar og fór fyrir brjóstið á mér, en að maðurinn skuli vera að röfla um hluti sem öllum er sama um þegar það er mínútu þögn er bara gjörsamlega óásættanlegt.



Það var verið að heiðra merkan mann sem öll fótbolta þjóðin syrgir og hugsar til með söknuði, er ekki hægt að stein halda kjafti á meðan, að mínu mati skuldar þessi mannleysa þjóðinni opinberrar afsökunnar, Svona haga fullþroskaðir menn sér ekki



Adolf Ingi, Skammastu þín og reyndu nú að sýna manndóm með því að biðjast afsökunnar

Maggi G (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 19:23

3 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Ég sá ekki leikinn á RÚV eða heyrði þessi orð Adolfs. Get því ekki dæmt um þetta einstaka mál. Dolli fær borgað fyrir að tala....

Sigurður Elvar Þórólfsson, 13.9.2007 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband