Þriðjudagur, 25.9.2007
Stöðnun í golfinu...
Golfvertíðinni er að ljúka hérna á Íslandi og það er varla að maður nenni út í 2 stiga hita til þess að slá. Kíkti á golf.is í dag og fór yfir gang mála frá árinu 2001 þegar golfferillinn byrjaði af einhverju viti.
Var að gutla í þessu sem krakki og unglingur en spilaði nánast ekki neitt á árunum 1993-2001.
Fór í fyrsta mótið eftir langt hlé sumarið 2001, endaði árið með 12,2 í forgjöf.
Það er ljóst að ég þarf að fara æfa, lifi ekki lengi á því að eiga sama afmælisdag og Tígurinn Woods... það er stöðnun í gangi ef litið er yfir forgjöfina í lok hvers árs frá árinu 2001.
En það eru bjartir tímar framundan, fertugsafmæli á næsta ári og að sjálfsögðu fær maður nýjar græjur frá fjölskyldunni..sem verða afhentar löngu fyrir 30.12....anyone, anyone, anyone, anyone, anyone, anyone, anyone, anyone, anyone, anyone, anyone, anyone, anyone,anyone...
12,2 - 2001.
8,9 - 2002.
7,2 - 2003.
6,1 - 2004.
5,4 2005.
5,1 2006.
4,5* 2007.
5,0 2007.
* 3. júlí, 73 högg, +1 af gulum á Garðavelli.
Athugasemdir
Gott að þú sért byrjaður á óskalistanum... vil fá hann nákvæmari á prenti á nýju ári..... kannski í fermingarveislunni??? ... hvenær sem hún verður nú!!??
Eyrún Inga Þórólfsdóttir, 25.9.2007 kl. 20:28
Kíkti á golf.is í dag og fór yfir gang mála frá árinu 2001 þegar golfferillinn byrjaði af einhverju viti.
Í DV frá árinu 1994 fann ég viðtal við kallinn. Þar var eithvað vesen í gangi á milli þín og þjálfara Skallagríms sem lauk með því að þú fórst frá liðinu. Fyrirsögnin er snilld
„Ætli ég snúi mér ekki bara að golfinu.“ Svei mér þá ef G. Hilmarz tók ekki viðtalið.
Bóasinn
Benni Bóas (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 09:35
Jú það er rétt, Gummi tók viðtalið.... en það varð lítið úr golfinu hjá mér þrátt fyrir góða fyrirsögn.... ég er líklega eini leikmaðurinn í úrvalsdeildinni frá upphafi sem hef verið rekinn úr liði.. toppaðu það..
Sigurður Elvar Þórólfsson, 26.9.2007 kl. 09:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.