Miðvikudagur, 26.9.2007
Jólainnkaupunum er lokið
Ég fór í dag og kláraði jólainnkaupin. Búið og gert.
Keypti gjafir handa öllum í fjölskyldunni.
Þetta var frekar auðvelt og ég get ekki annað en verið ánægður með sjálfan mig. Vel gert.
Ég keypti baðvigt handa sjálfum mér,
Callaway FT5 dræver handa konunni,
Mizuno MP60 3-pw járnasett handa dótturinni,
Cleveland 588 47, 52, 56 og 60 gráðu fleygjárn handa miðbarninu og Scotty Cameron pútter fyrir þann yngsta.
Að auki fær pabbi burðarpoka frá Mizuno, mamma var að óska eftir golfskóm frá Adidas... þetta er allt klárt í skúrnum..... meira síðar
Athugasemdir
Hvað fær amma-Bugga?
Eða, á kannski að skilja gömlu konuna útundan bara af því að hún er sú eina sem hefur öðlast sína forgjöf án þess að svindla?
Guðmundur Br. (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 01:21
Amma Bugga á betra skilið en eitthvað japanskt golfdrasl.. ætli ég gefi henni ekki fartölvu og upphafssíðan á Mozilla verður http://blogg.visir.is/gb/
Sigurður Elvar Þórólfsson, 26.9.2007 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.