Blúbber frá Bylgjunni

Ég ætla að óska útvarpsstöðinni Bylgjunni til hamingju með gott framtak. Þeir eru stórhuga og ætla sér að vera með stórt golfmót fyrir Íslendinga á Englandi.

Í þessari auglýsingu er stiklað á stóru hvað er í boði í þessari ferð.

(ætla ekki að telja upp villurnar í auglýsingunni, en þær eru margar)

Það vekur athygli í auglýsingunni að veitt verða glæsileg verðlaun á Bylgjumótinu fyrir þá sem leika best, með og án forgjafar.money%20tree

(50 þúsund króna gjafabréf frá Smáralind og 20 þúsund krónur í peningum frá Bylgjunni.) 

Hugmyndin er góð en ég er ekki viss um að þeir geri sér grein fyrir því að samkvæmt áhugamannareglum þá er þetta bannað.

Áhugamaður í golfi má ekki veita viðtöku verðlaunum, sem eru greidd út í peningum eða ávísun á peninga. Bingó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er skandall eða this is SKANDALLLLL eins og ég sagði við dómarana eftir Noregsleikinn á EM.

Kveðja frá Flensburg

Viggó í Flensburg (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband