Þriðjudagur, 2.10.2007
Heimska
Undarlegasta spurning sem ég hef fengið.
Veturinn 1999-2000 á námsárunum í Osló.
Ég var að ræða við einn bekkjarfélaga minn og hann var að spyrja mig um allt á milli himins og jarðar.
Hann komst að því að ég var með konu og tvö börn í 42 fermetra íbúð og það fannst honum merkilegt.
Ég talaði við kauða á norsku og honum þótti það ekkert fréttaefni.
Síðan kom heimskasta spurning sem ég hef fengið.
"Og þið talið norsku heima hjá ykkur?, er það ekki?"
Ég var fljótur að spyrja hann til baka.
"Myndir þú tala íslensku við Norðmenn sem ættu heima á Íslandi?"
Athugasemdir
Vá hvað ég hef oft upplifað þetta, reyndar í Danmörku. En hvers vegna í fjandanum á maður að tala dönsku á íslensku heimili?
Vissulega eðlilegt að geta talað dönsku við Dani.
Þetta heitir þröngsýnishugsunarháttur að mínu mati
Rúnar Birgir Gíslason, 3.10.2007 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.