Föstudagur, 5.10.2007
Hugsar enn á íslensku
Þetta sýnir að Axel hefur ekki verið of lengi í Noregi og hann hugsar enn á íslensku. - Myndband af hlaupinu má skoða hér.
Það er í raun hægt að gera hvaða vitleysu sem er í Noregi ef maður tekur það skýrt fram að maður sé íslenskur.
Ég man nú reyndar eftir því að körfuboltalið, sem var að leika gegn mínum mönnum í Höyenhall veturinn 1998-1999, var nánast allt saman nakið úti á bílaplani eftir leikinn.
Þetta var hálfvafasamt hverfi þar sem Höyenhall var með aðsetur.
Það var ÖLLU stolið úr búningsklefa þeirra á meðan þeir voru að spila gegn okkur.
Bílarnir hjá þeim flestum voru farnir enda geymdu þessir kjánar lyklana bara í buxnavasanum inni í klefa.
Við sem vorum vanir þessu svæði vorum með bíllyklana í pungbindinu eins og vanalega. Ég veit ekki hvernig þetta mál endaði en við unnum þá.
Axel hljóp nakinn gegnum miðbæinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ahahahahha þetta heitir ekki að vera nakinn hann var í stuttbuxunum eða reyndar á boxernum :D og með trefilinn um hálsinn :) :D
Anna (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.