Þriðjudagur, 9.10.2007
Slidesmyndir frá BINGA
Ég var búinn að hella upp á kaffi og drekka einn bolla áður en Mogginn og 24 tímar/stundir, what ever, kom í hús.
Frumburðurinn krafðist þess að sá gamli myndi vakna með henni fyrir fyrstu morgunæfinguna í afrekshóp ÍA í fótboltanum.
Ég var eiginlega glaður að vakna því ég var ekki alveg sáttur við drauminn sem ég var að upplifa.
Ég var sveittur og hjartslátturinn í +200.
Ég var staddur á fundi með ungum Framsóknarmönnum og þar var Björn Ingi Hrafnsson að sýna okkur slidesmyndir frá ferð hans í Kína. Uss, uss, uss. Ég vaknaði sem betur fer skömmu eftir að sýningin hófst. Held bara að kaffið hafi aldrei smakkast betur.
Athugasemdir
Var ég ekki örugglega að hella upp á gott Framsóknarkaffi á slidesmyndasýningunni?
HBG (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 13:13
Jú, jú, jú. Það var Bragabrasilíueitthvað. Þú varst í bleikum náttslopp og hjólið þitt var læst. Síðan talaðir þú af þér. Inn út, inn, inn, út inn. Lásinn skilurðu.......
Sigurður Elvar Þórólfsson, 9.10.2007 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.