Duglegur að reikna

"Pabbi, er ekki 6 plús 6 jafnt og 12," sagði sá fimm ára við mig úr aftursætinu á dögunum.

"Jú það er alveg rétt hjá þér," sagði ég og grunaði hann um að hafa lært þetta eins og páfagaukur af eldri systkynum sínum.

"Pabbi," heyrðist á ný úr aftursætinu. "Er þá 12 + 12 jafnt og 24?," spurði sá stutti.

"Já, það er alveg rétt hjá þér. Þú ert duglegur að reikna," svaraði ég stoltur.
 
Sonurinn hélt áfram: "Er þá 6 plús, 6 plús, 6 plús, 6 jafnt og 24?."

"Já, já, það er alveg hárrétt hjá þér." svaraði ég og leit í baksýnisspegilinn.

Þá sá ég hvaða tölur sá stutti var að leggja saman.

Kassinn með Egils Gullinu var einnig í öryggisbelti í aftursætinu - líkt og hitt gullið mitt.

Hver segir að stærðfræði þurfi að vera leiðinleg?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Þetta kallast þroski.

Var að skipuleggja eina viku fram í tímann og keypti því kassa mánudag, miðvikudag og föstudag. 

Fæ helv. tak í bakið ef ég fer á hverjum degi og sjúkraþjálfarinn mælir ekki með því að ég fari í Ríkið daglega. Það rústar alveg sveiflunni hjá þeim gamla.

Sigurður Elvar Þórólfsson, 10.10.2007 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband