KR-TV

Ég ætla að hrósa KR-ingum fyrir þá nýbreytni að bjóða upp á beina sjónvarpsútsendingar á  netinu frá heimaleikjum liðsins í körfubolta. Ég var með útsendinguna í gangi í gær í vinnunni og þetta virkar alveg ágætlega.adicolor-by-KR2

Gæðin eru að sjálfsögðu takmörkuð en viðleitnin er góð. Ingi Þór Steinþórsson altmuligmand KR-inga lýsti leiknum og hann verður seint sagður hlutlaus í þeim lýsingum.

En hverjum er ekki sama.

Þetta er jú KR-TV.

KR nýtur góðs af því starfi sem önnur félög hafa unnið á síðustu misserum þegar kemur að svona útsendingu. KFÍ á Ísafirði og Breiðablik í Kópavogi hafa lagt grunninn að þessu og KR-ingar fengu góða hjálp frá Ísfirðingum í fyrstu útsendingu sinni.

Vel gert.

Vonandi verða fleiri lið sem sjá sér fært að gera svona hluti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru huggulegt að stórveldið hans Gauja litla skuli rétta litla vesturbæjarliðinu hjálparhönd.

Stálið (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 14:12

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Sammála með, hverjum er ekki sama þó Ingi sé ekki hlutlaus. Þetta er KR TV.

Frábært framtak, hér sat maður í Baunalandi og horfði á þetta og fékk live update frá Ítalíu á meðan.

Í alvöru TVinu var svo danski körfuboltinn.

Vantaði bara fleiri augu og eyru

Rúnar Birgir Gíslason, 12.10.2007 kl. 22:24

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll félagi,

Blikarnir gerðu þetta nú af glæsibrag hér um árið þegar drengirnir voru í efstu deild í körfunni. Miðað við lýsingu þína þá hafa gæðin lítið breyst en það var óneitanlega gaman að sjá geta séð leikina á netinu.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 15.10.2007 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband