Föstudagur, 12.10.2007
KR-TV
Ég ætla að hrósa KR-ingum fyrir þá nýbreytni að bjóða upp á beina sjónvarpsútsendingar á netinu frá heimaleikjum liðsins í körfubolta. Ég var með útsendinguna í gangi í gær í vinnunni og þetta virkar alveg ágætlega.
Gæðin eru að sjálfsögðu takmörkuð en viðleitnin er góð. Ingi Þór Steinþórsson altmuligmand KR-inga lýsti leiknum og hann verður seint sagður hlutlaus í þeim lýsingum.
En hverjum er ekki sama.
Þetta er jú KR-TV.
KR nýtur góðs af því starfi sem önnur félög hafa unnið á síðustu misserum þegar kemur að svona útsendingu. KFÍ á Ísafirði og Breiðablik í Kópavogi hafa lagt grunninn að þessu og KR-ingar fengu góða hjálp frá Ísfirðingum í fyrstu útsendingu sinni.
Vel gert.
Vonandi verða fleiri lið sem sjá sér fært að gera svona hluti.
Athugasemdir
Það eru huggulegt að stórveldið hans Gauja litla skuli rétta litla vesturbæjarliðinu hjálparhönd.
Stálið (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 14:12
Sammála með, hverjum er ekki sama þó Ingi sé ekki hlutlaus. Þetta er KR TV.
Frábært framtak, hér sat maður í Baunalandi og horfði á þetta og fékk live update frá Ítalíu á meðan.
Í alvöru TVinu var svo danski körfuboltinn.
Vantaði bara fleiri augu og eyru
Rúnar Birgir Gíslason, 12.10.2007 kl. 22:24
Sæll félagi,
Blikarnir gerðu þetta nú af glæsibrag hér um árið þegar drengirnir voru í efstu deild í körfunni. Miðað við lýsingu þína þá hafa gæðin lítið breyst en það var óneitanlega gaman að sjá geta séð leikina á netinu.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 15.10.2007 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.