Stundin okkar eða 24 hours

Það er mikið um að vera við morgunverðarborðið á mínu heimili.

Þrjú dagblöð og íþróttasíður Moggans redda ástandinu og allir geta lesið eitthvað í morgunsárið. Sá yngst er reyndar búinn að finna gott nafn á 24 stundir.

Hann sagði í gær. "Pabbi, réttu mér Stundina Okkar."biggs

Ég ætla ekki að tuða mikið yfir þessari frétt í 24 hours sem kemur í dag.

Allt rétt nema myndin.

Þar er Björgvin Sigurbergsson á ferðinni í skurðinum hægra meginn við 17. braut á mínum heimavelli, Garðavelli. Íslandsmótið í höggleik, 2004. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Þetta nýja nafn á Blaðinu er skondið finnst mér. Þá meina ég nafnið sem stendur á blaðinu, 24 stundir, ekki Stundin okkar eða 24 hours.

Í Danmörku er eitt fríblað sem heitir 24 timer, það er einn stærsti samkeppnisaðili Nyhedsavisen.

Ef við þýðum þessi orð beint og þá eru þetta 24 stundir og Fréttablaðið.

Fréttablaðið og Nyhedsavisen er í eigu sömu aðila

Góðar stundir

Rúnar Birgir Gíslason, 13.10.2007 kl. 06:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband