Minnismiðinn?

Ég er handviss um að leikskipulagið sem átti að leggja upp með í síðustu tveimur leikjum var á minnismiðanum sem Bjarni Ármannsson skildi eftir hjá gamla góða Villa.

Það þarf þjóðarátak og finna minnismiðann.

Úrslitin í dag í Liechtenstein eru grafalvarlegt mál....

Þjálfararnir Willum Þór Þórsson og Kristján Guðmundsson komu með góð innlegg í umræðuna á Sýn eftir leikinn. Voru yfirvegaðir og ekki með sleggjudóma.  Willum lagði það til að allt KSÍ apparatið færi í naflaskoðun.

Já, ég held svei mér þá að naflalóin sem þar myndi finnast sé mikil.gretar

En þeir leikmenn sem eru í íslenska landsliðinu eru margir hverjir búnir að leika sem atvinnumenn erlendis í fjöldamörg ár, sumir í áratug, og það er ekki KSÍ eða þjálfarar á þeirra vegum sem hafa verið að móta þá alla daga vikunnar á undanförnum árum.

Ég held að Ísland sé að fara í gegnum svipað ferli og Norðmenn fyrir nokkrum árum. Landsliðið er ekki lengur "söluglugginn" fyrir leikmenn sem vilja komast lengra.

Landsliðið virðist frekar vera "kvöð" fyrir leikmenn, sem eru flestir búnir að tryggja lífsafkomu sína og þurfa ekki á "söluglugganum" að halda. 

Staða Eyjólfs og Bjarna er hinsvegar veik og Bjarni er allavega búinn að ráða sig í vinnu hjá Stjörnunni. Það er að mínu mati ljóst að íslensku landsliðsmennirnir eru ekki að svara því áreiti sem þeir fá frá Eyjólfi og Bjarna. Hverju sem því er um að kenna. Það eru allir samsekir í þessu máli.  


mbl.is Ljótur skellur Íslands í Liechtenstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Hahaha. Fáum Björn Inga til að losa okkur við Eyjólf.

Mummi Guð, 17.10.2007 kl. 20:01

2 Smámynd: Þórður Steinn Guðmunds

Já en hvað er hægt að gera? Landslið íslands er stjórnað af einum manni og hann stjórnar niðurlægingu þjóðarinnar án þess að nokkur fái rönd við reist. Eyjólfur er ágætis maður og stóð sig vel sem leikmaður en það er algjör óþarfi að launa honum svona. Hann á ekki að öðlast reynslu með landsliðið, því á að stýra maður með reynslu. Svo er Eiður ekki maðurinn sem á að bera fyrirliðabandið.

Þórður Steinn Guðmunds, 17.10.2007 kl. 20:22

3 identicon

Fá Guus Hiddink hann kom suður kóreu í undanúrslit hm, áströlum í 8liða úrslit og er núna að stjórna rússum sem voru að vinna england.

Við Íslendingar erum svo ríkir að við getum borgað hans laun

Eiríkur (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband