Laugardagur, 20.10.2007
Konur eru konum verstar - öfund og afbrýði
Konur er konum verstar.
Leikmenn í Landsbankadeild kvenna tóku sig saman og völdu ekki besta leikmann deildarinnar sem leikmann ársins.
Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val fékk að kenna á öfund og afbrýðissemi.
Ég hélt að þessi niðurstaða setji knattspyrnuhreyfinguna endanlega á botninn eftir stormasama viku.
Hef ekkert út á Hólmfríði Magnúsdóttur úr KR að setja. Hún átti gott sumar en Margrét Lára var einfaldlega í sérflokki. Olga Færseth var reyndar valinn leikmaður ársins hjá KR þannig að þetta er allt mjög "spúgí".
Í lok leiktíðarinnar fengum við að heyra af þeirri kjaftasögu að eitthvað plott væri í gangi í kvennaboltanum að kjósa ekki Margréti Láru sem besta leikmann deildarinnar.
Það er nefnilega það.
Ótrúleg uppákoma.
Athugasemdir
Merkilegur skítur eins og maðurinn sagði.
En er vitað afhverju stelpurnar taka sig á móti henni? Á mig virkar Margrét Lára sem mikill talsmaður kvennaboltans og svolítil stjarna sem er kannski eitthvað sem kvennafótboltinn hefur ekki alltaf átt. Sem ætti að vera jákvætt.
Skil ekki svona.
Í körfuboltanum hefur þó oft verið talað um svona kosningar sem vinsældakosningar.
Rúnar Birgir Gíslason, 20.10.2007 kl. 17:40
Merkilegt en samt eitthvað sem kemur kannski ekki mikið á óvart ef maður pælir í því .... það er staðreynd að konur eru konum verstar og það vitum við sjálfar. (það þarf ekki mikið til að koma plotti af stað og yfir ekki merkilegum hlutum .... þurfa ekki að tengjast boltanum á neinn hátt.)
Biðjum að heilsa í Jörundarholtið.
Ásta
Ásta Laufey (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.