Mánudagur, 22.10.2007
Bílstjórinn á YL-607 er fífl
Ég sá hálfvita í dag á ökutæki sem er grænn Subaru, station, með bílnúmerið YL-607.
Útsýnið í dag í Kollafirðinum var nánast ekkert vegna vatnsveðurs.
Vörubíll með einingar frá Loftorku fór hægt yfir og nokkrir bílar komust ekki framúr.
Ég var á meðal þeirra og var ég aftastur í röðinni.
Fíflið á græna bílnum tók sénsinn, fór framúr mér, og var aðeins hársbreidd frá því að keyra beint á bíl sem kom á móti.
Græna fíflið nauðhemlaði, og kippti bílnum inn á akreinina aftur.
Hann rétt slapp við áreksturinn.
Og ég hélt að hann myndi vera "kúl" á því þar til að betri aðstæður væru til þess að taka framúr.
Nei, nei.
Helv. rugludallurinn hélt áfram að taka framúr það sem eftir var inn í Mosfellsbæ.
Mikið rosalega varð ég reiður að sjá þessa hegðun í umferðinni.
Athugasemdir
Þetta var ekki ég. Ég á rauðan bíl ;) En mikið andskoti er ég sammála þér, ég hef ímugust á svona bílstjóra andskotum
Ragnar Gunnarsson, 24.10.2007 kl. 02:11
Þessi var líka með strípur og sítt að aftan. Það er ekkert svoleiðis í Borgarnesi?
Sigurður Elvar Þórólfsson, 24.10.2007 kl. 10:28
Ég var mjög ánægður að sjá bílnúmerið því ég á grænan Subaru station en ekki þetta bílnúmer.
Kveðja frændi.
Ágúst Ingi Eyjólfsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 22:23
Hvað er í gangi?
Eru allir í fjölskyldunni á tölvunámskeiði?
Pabbi kann að fara inn á kommentakerfið og núna Gústi frændi?
Þetta verður ekki betra.
Sigurður Elvar Þórólfsson, 24.10.2007 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.