Laugardagur, 3.11.2007
Stórkostleg úrslit gegn BORO
Stórkostleg úrslit hjá mínum mönnum gegn hinu gríðarlega sterka og sigursæla liði Middlesbrough.
Ákefðin og baráttan einkenndi allt Tottenham liðið og ég hef bara aldrei séð aðra eins breytingu.
Eða þannig.
Það eru kannski margir búnir að gleyma því að Martin Jol tók að sér Tottenham þegar einhver frönsk pulsa hætti med en gang - fyrrum landsliðsþjálfari Frakka.
Man ekki einu sinni eftir því hvað hann heitir. Jol náði ágætum árangri en ég held að vandamálið sé ekki knattspyrnustjórinn.
Það eru æðstu yfirmenn klúbbsins. Sultur upp til hópa.
Ramos kom skilaboðunum áleiðis í dag - eða þannig. En ég endurtek. Stórkostleg úrslit, 1:1, gegn Boro á útivelli. Það eru ekki öll lið sem geta það. Ég vil að Mark Hughes taki við Tottenham. Maður sem er með bein í nefinu og lætur verkin tala...................................................
Athugasemdir
Held að Ramos sé klárlega með bein í nefinu. Hann talar bara ekki góða ensku (?). Sulturnar hjálpa ekki. En það er líka rosalega mikið af algjörum undirmálsmönnum í leikmannahópnum - ekki gleyma því. Eða ertu ekki búinn að vera að horfa upp á þessa hörmung undanfarin ár eins og við hinir masókistarnir?
-BB
BB (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 05:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.