Sunnudagur, 4.11.2007
Dýrasti djókur ársins hjá Barða?
Barði Jóhannsson tónlistarmaður er með dýrasta djók ársins.
Snilldartaktar í annars ömurlegri keppni sem fram fer á laugardagskvöldum. Laugardagslögin.
Rándýrt prójekt fer nú í vaskinn.
Barði rúllaði þessu upp í gær og aðrir eiga ekki séns úr þessu. "Ég eyddi alveg þremur tímum í að semja lagið," sagði Barði í gær. Snilld. Og lagið er örugglega stolið. Hvað með það.
Ég hef misst af stórum hluta keppninnar fram að þessu en í gær horfði ég á þessa keppni ásamt unglingnum á heimilinu. Fær maður skilorðsbundinn dóm fyrir að viðurkenna svona glæp?
Hey, hey, hey, we say ho, ho, ho...er núna límt á heilaselluna sem er í lagi.
Gargandi snilld..nei það er víst sá frasi sem mest notaður á SÝN.
Þegar bútar úr lögunum sem er búið að flytja í þessari keppni voru spilaðir í gær þá er ég á þeirri skoðun að það þurfi ekkert að halda þessari keppni áfram.
Út með Barða og gangið hans. Gerum grín að þessu öllu saman...
Athugasemdir
Sammála, Barði gæti hæglega unnið þessa keppni á sömu forsendum og Sylvía Nótt. Hans markhópur sem hefur ekki horft til þessa er stór og kann að senda sms.
Annars horfi ég líka á þessa keppni öðruvísi en sem einhverja Evróvision, þetta er bara sönglagakeppni þar sem valið fólk sendir inn lög og keppir um sigur. Afþreying fyrir mig á laugardögum og ég hef mjög gaman af Gísla tengdasyni Hofsóss
Rúnar Birgir Gíslason, 4.11.2007 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.