Dýrasti djókur ársins hjá Barða?

Barði Jóhannsson tónlistarmaður er með dýrasta djók ársins.

Snilldartaktar í annars ömurlegri keppni sem fram fer á laugardagskvöbanggang1ldum. Laugardagslögin.

Rándýrt prójekt fer nú í vaskinn.

Barði rúllaði þessu upp í gær og aðrir eiga ekki séns úr þessu. "Ég eyddi alveg þremur tímum í að semja lagið," sagði Barði í gær. Snilld. Og lagið er örugglega stolið. Hvað með það.

Ég hef misst af stórum hluta keppninnar fram að þessu en í gær horfði ég á þessa keppni ásamt unglingnum á heimilinu. Fær maður skilorðsbundinn dóm fyrir að viðurkenna svona glæp?

Hey, hey, hey, we say ho, ho, ho...er núna límt á heilaselluna sem er í lagi.

Gargandi snilld..nei það er víst sá frasi sem mest notaður á SÝN.

Þegar bútar úr lögunum sem er búið að flytja í þessari keppni voru spilaðir í gær þá er ég á þeirri skoðun að það þurfi ekkert að halda þessari keppni áfram. 

Út með Barða og gangið hans.  Gerum grín að þessu öllu saman...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Sammála, Barði gæti hæglega unnið þessa keppni á sömu forsendum og Sylvía Nótt. Hans markhópur sem hefur ekki horft til þessa er stór og kann að senda sms.

Annars horfi ég líka á þessa keppni öðruvísi en sem einhverja Evróvision, þetta er bara sönglagakeppni þar sem valið fólk sendir inn lög og keppir um sigur. Afþreying fyrir mig á laugardögum og ég hef mjög gaman af Gísla tengdasyni Hofsóss

Rúnar Birgir Gíslason, 4.11.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband