Sunnudagur, 4.11.2007
Henry Birgir með í vörinni?
Stórkostlegt sjónvarp. Var að svissa á milli stöðva áðan og datt inn á leik í NFL-deildinni í beinni á Sýn. Henry Birgir að lýsa og annað liðið í stórsókn. Og hvað gerist?
Myndin frá USA dettur út og það er klippt beint á Henry sem var EKKI tilbúinn í átökin.
Ég er viss um að hann var að fá sér í vörina eða taka úr vörinni þegar hann var settur í loftið.
Hægri höndin var grunsamlega lengi undir borðinu. Ég tippa á að eðalstöff frá Svíþjóð hafi verið þarna í aðalhlutverki.
Helvíti gott atriði.
Athugasemdir
Ekki tilbúinn? Ég er alltaf tilbúinn. Var bara að fara yfir síðustu fundargerð hjá ungum Framsóknarmönnum og var djúpt sokkinn í lesturinn þegar við fórum í svart.
HBG (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.