Ritdeila um Laddasjóvið

Henry ofurbloggari, framsóknarmaður og stórkylfingur, stendur í mikilli ritdeilu eftir innslag hans um Laddasjóvið í Borgarleikhúsinu.laddi

Henry tekur það skýrt fram að hann sé ekki einn af þeim sem standa í því að kaupa sér miða á annars ágæta sýningu Ladda. Örlögin gripu í taumana og Henry endaði bara alveg óvart á Laddasjóvinu...

Ég fór með fjölskyldunni á þetta sjóv s.l. vor og það var bara helv. gott dæmi. Ég lét konuna mína um það að kaupa miðana - tek þetta fram af gefnu tilefni. Ég tók ekki þátt í því að kaupa miða á Ladda.  

Örugglega alveg hrikalega lummó að standa í því að kaupa miða á annað eins hallæri og Laddasjóvið. :-)

Henry myndskreytti bloggfærsluna með myndum úr Borgarleikhúsinu en núna hafa þær verið fjarlægðar. Eftir að Howser (líklega Hjörtur Howser) benti á að það sé ekki leyfilegt að taka myndir í leikhúsum og birta þær.

Það verður gaman að fylgjast með því hvernig þetta endar. Kannski að Stefán ofurbloggari á Akureyri og félagi Henrys í Framsóknarflokknum blandi sér í þessa stórkostlegu ritdeilu. 

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Örn Guðbrandsson

Alltaf jafn hallærislegt þegar menn sem hafa skoðanir skamma aðra menn sem hafa skoðanir.  Henry er frjálst að hafa skoðanir á Ladda-showinu og er þá ekki Howser frjálst að hafa skoðanir á því sem Henry segir?
Það hefði nú verið sterkur leikur hjá húsvíkingnum að segja sem minnst um myndbirtinguna eftir að Howser skammaðist yfir því.  Það veit það hver heilvita maður að það gengur ekki upp ef allir leikhúsgestir eru sveiflandi myndavélum heilu og hálfu sýningarnar - eða er það ekki annars?

Óskar Örn Guðbrandsson, 7.11.2007 kl. 17:05

2 identicon

" Ég lét konuna mína um það að kaupa miðana - tek þetta fram af gefnu tilefni. Ég tók ekki þátt í því að kaupa miða á Ladda"

hahahaah óborganlegt  

hallur ben (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 07:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband