Það vantar barstóla í Borgarfjörð

Ég er að taka til í bílskúrnum og í því samhengi auglýsti ég nokkra hluti sem fást gefins. Viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Ég hef mest þurft að tjá mig á ensku við þá sem hafa hringt en í gær fékk ég skemmtilegt símtal úr Borgarfirðinum.

Borgfirðingurinn: "Sæll - ert þú að auglýsa þrjá stóla gefins?"  -34

"Já það er rétt," -

Borgfirðingurinn: "Ertu búinn að gefa þá?" -

"Nei"

Borgfirðingurinn: "Gott ég er að spá í að taka þá með mér á morgun. Ég er á leið til Reykjavíkur" -

"Ok"

Borgfirðingurinn: "Heyrðu. Er hægt að stilla þessa stóla eitthvað, hækka þá og lækka?"

"Hmmmm, nei það held ég ekki. Þetta eru bara venjulegir baststólar frá IKEA"

Borgfirðingurinn: "Ég fer nú ekki að gera mér ferð á Akranes til þess að sækja baststóla úr IEKA? Þetta eru sem sagt ekki barstólar?" - stólarnir eru enn úti í skúr ef einhver hefur áhuga.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þó ekki væri, að fara alla þessa leið og svo er ekki hægt með góðu móti að þjóra almennilega í stólunum....

Jónína Dúadóttir, 9.11.2007 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband