Eins og íslenska veðrið

Tottenham er eins og íslenska veðrið. Við sem höldum með Tottenham vitum aldrei hverju er von á. Stundum er ég á því að lífið sé of stutt til þess að halda með Tottenham. Spurning um að fá að spila gegn Wigan allar helgar það sem eftir er.

Ég hef lært nokkur blótsyrði á búlgörsku að undanförnu til þess að geta sagt Dimitar Berbatov til syndanna. Hann hefur á undanförnum vikum verið "andlegt mein" í herbúðum liðsins. ástríkur

Í dag sýndi hann hvers vegna hann er einn skemmtilegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Ég gleymdi öllum búlgörsku blótsyrðunum.

Hann var með snilldartilþrif í kippum og hápunktur leiksins var á 44. mínútu í fyrri hálfleik  - þá brosti Berbatov.

Ég vona að það atviki hafi verið myndað í bak og fyrir. Slíkt gerist ekki oft.

Annars minnir Berbatov mig alltaf á teiknimyndapersónur úr sögunum af Ástrík þar sem hann var að keppa á Ólympíuleikunum.

Þar voru keppendur frá Grikklandi eða Egyptalandi að mig minnir og mér finnst Berbatov líkast þeim fígúrum. Hann er einnig glettilega líkur Andy Garcia leikara. 68854


mbl.is Ronaldo með tvö mörk og United á toppinn - Tottenham vann stórsigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líkurnar á stöðuleika Spurs eru jafn miklar og að ætlast til þess af Árna bróður þinum að hitta 2 brautir í röð í upphafshöggum.

Alexander (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 08:37

2 identicon

Flott við þessa mynd að nafnið hans Berbatov er stafað vitlaust og er undir mynd af Andy Garcia, en ekki Berbatov sjálfum.

Gunnar (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband