Hjúkk

Ég er gríðarlega ánægður með þann áhuga sem íslenskir fjölmiðlar sýna dönsku þingkosningunum.

Ég er einn af fjölmörgum sem hafa misst svefn af spennu vegna Ny Alliance, Khader og Anders Fogh.

Bein útsending frá Köben og allt á Stöð 2 og íslenskur stjórnmálaskýrandi að skýra út gang mála. Bara alveg eins og það á að vera.

Að öllu gamni slepptu.CARI.Rasmussen

Er almennur áhugi Íslendinga svona gríðarlega mikill á þessum kosningum?  Ég stórefast um það. 

Eða eru íslenskir fjölmiðlar svona ánægðir með að fá eitthvað "mál" til þess að fjalla um að þeir missa sjónar á því að "less is more". 

Ég er viss um að ættingjar mínir á Lundgaard á Jótlandi hafi ekki fylgst jafn mikið með þessum kosningum og íslenskir fjölmiðlar. -

Ef ég heyrir Anders Fogh einu sinni enn í dag þá.....................................


mbl.is Danska ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt kosningaspá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já, það er alveg rannsóknarefni hvernig  ljósvakamiðlarnir missa sig alltaf út í tóma vitleysu ef  það fréttist af  kosningum einhversstaðar í heiminum.

Þórir Kjartansson, 13.11.2007 kl. 20:52

2 Smámynd: Eyrún Inga Þórólfsdóttir

Ætli það, er ekki með kosningarétt en kveikti þó á sjónvarpinu  og hlustaði á  sigurræður með öðru eyranu. Eldri sonurinn sýndi þessu þó nokkuð mikla athygli.  "Sá syfjaði" ´Søvndal formaður SF, spáir því að ný stjórn verði ekki langlíf, og er þegar farin að undirbúa næsta slag.  'Eg er nokkuð sammála honum, Pia Kærsgaard og Kadhar þola ekki hvort annað svo það verða líklega slagsmál í stjórnar"samstarfinu".  'Eg botna bara ekkert í dönum að gefa Piu og nasistaflokki hennar svona mikið fylgi. 

Eyrún Inga Þórólfsdóttir, 14.11.2007 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband