Föstudagur, 16.11.2007
Eru ljósmyndir vinsælasta þýfið?
Ljósmyndir virðast vera helsta þýfið á veraldarvefnum þessa stundina. Ég er ekki saklaus sjálfur. Googla oft myndir inn á þetta bull. En ég er samt sem áður ekki viss um að menn megi gera þetta.
Myndin er af golf.is. Höfundur myndarinnar er á Reuter fréttastofunni og hann tók myndina í Suður-Afríku í desember á síðasta ári.
Ég er handviss um að höfundarrétturinn er brotinn í þessu dæmi.
Búið að breyta myndinni og það er bannað samkvæmt höfundarréttalögum - nema með samþykki höfundar.
Ég er ekki viss um að þessi mynd sé aðalumfjöllunarefni í fjölmiðlum í S-Afríku en það er áhugavert að velta því fyrir sér hve auðvelt er að stela myndum frá atvinnuljósmyndurum. Ég er sjálfur sekur með því að skrifa þessa færslu og birta þessar tvær myndir - en ég held að það sé ágætt að skapa umræðu um höfundarrétt ljósmyndara - og þá sérstaklega íslenskra atvinnuljósmyndara..
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.