Einar ofurplöggari er bráðfyndinn

Þetta fannst mér fyndið...tekið af vef DV 

Einar Bárðarson segir margar skondnar sögur í nýju bókinni sem Arnar Eggert Thoroddsen hefur skrifað um feril hans í umboðsbransanum. Í frásögn af því þegar Einar flutti Mikhail Gorbatsjev fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna til Íslands í fyrra er meðal annars vikið að viðtali sem tekið var við Einar á fréttastöðinni NFS.
Gorbatsjev kom hingað í tilefni af því að liðin voru tuttugu ár frá hinum fræga leiðtogafundi hans og Regans, þáverandi Bandaríkjaforseta, í Reykjavík.

„Ég var lóðsaður í viðtal á NFS“, segir Einar, „og blaðakonan unga spurði mig af hverju ég hefði bara fengið Gorbatsjev? Af hverju ég hefði ekki fengið Reagan líka? Ég benti henni á að því miður væri það fullseint. Þannig væru nú að Regan hefði látist fyrir nokkrum árum. Sem betur fer var þetta ekki í beinni útsendingu þannig að viðtalið hófst bara að nýju! “

Og Einar bætir við meinhæðinni athugasemd: „Þetta segir kannski ýmislegt um af hverju NFS lifði ekki lengur en raun var“.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband