Fimmtudagur, 13.12.2007
Létt grín í Leifsstöð...
Sumir hlutir eru til þess að blogga um þá.
Seth vaknaði af dvala í morgun þegar komið var með vél Icelandair frá Orlando.
Öryggistékkið í Orlando var frekar hefbundið..., beltið af, úr skónum, fartölvuna upp á borð og allt þetta ferli sem er í gangi á öllum flugstöðvum í dag.
Í Orlando eru starfsmenn með einnota gúmmihanska við störf, tilbúnir að bregðast við krefjandi líkamsleit og fleiru...
Eftir glæsilega lendingu Þorgeirs Haukamanns á Keflavíkurflugvelli röltu farþegar inn í Leifsstöð.
Og þar var boðið upp á létt grín.
Farþegar fóru í gegnum öryggistékk á ný, þar sem að farið var í gegnum sömu rútínu og í Orlando?
Hvaða geimsjávarlíffræðingar búa til svona verkferli?
Hvar áttu farþegar í þessu flugi að hafa náð í óæskilega hluti yfir miðju Atlantshafi?
Svona hluti skil ég ekki....
Athugasemdir
Hvernig var svo í Florida??
Eyrún Inga Þórólfsdóttir, 13.12.2007 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.