Laugardagur, 12.1.2008
Með marga bolta á lofti
Ég var að versla á fimmtudaginn í Krónunni á Akranesi. Þetta var síðdegis og töluvert af fólki að versla. Aðeins einn starfsmaður var að vinna á kassa og röðin var því nokkuð löng.
Verslunarstjórinn tók sig til og opnaði sjálfur einn kassa til viðbótar og þar sem ég er léttur á fæti þá var ég skyndilega annar í röðinni á kassanum hjá verslunarstjóranum.
Þetta gekk allt saman ágætlega. Viðskiptavinurinn sem var á undan mér var með helgarinnkaupin á borðinu og verslunarstjórinn hafði greinilega gert þetta áður.
Pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, og svo kom aðalatriðið.
Hann tók upp símann og hringdi? Það var ekki laust við að maðurinn á undan mér væri hálfhissa að sjá manninn tala í síma á meðan hann afgreiddi.
"Er þetta Siggi?," spurði verslunarstjórinn, pípp, pípp, pípp, pípp "Ég ætlaði bara að athuga hvort þú gætir komið að vinna?.pípp, pípp, pípp, pípp. "Nú, kemstu ekki núna.pípp, pípp, pípp, pípp. Ok. pípp, pípp, pípp, pípp. Við sjáumst þá um helgina," og samtalinu lauk. pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp, pípp," þetta verða 15,890 krónur.
Ég henti hvítlauksbrauðinu og ostinum á borðið. Var ekki með meira á dagskrá í þessum innkaupaleiðangri. Verslunarstjórinn bauð góðan daginn. Tvö stutt pípp, "Þetta eru 1509 krónur"
Og það næsta sem ég veit er að ung kona kemur til hans og óskar eftir viðtali vegna starfsumsóknar.
Jebb. Þau ræddu eitthvað saman. Og mér virtist að það væribúið að ráða hana í vinnu á meðan ég krotaði nafn mittt á kvittunina frá VISA.
Ég dreif mig út áður en hann færi að biðja um vaktaplanið hjá mér á Mogganum.
Kannski maður geti raðað í hillur fyrir kvöldvaktina? Pæling.
Athugasemdir
vantar þig aukavinnu? Hvað með Vesturlandssíðuna?
Guðrún Vala Elísdóttir, 13.1.2008 kl. 22:57
Akranes hefur klofið sig úr ríkjasambandi Vesturlands - Friðarviðræður eru í bígerð. En timbrið er rennblaut og það verður erfitt að kveikja neistann....
Sigurður Elvar Þórólfsson, 14.1.2008 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.