Mánudagur, 14.1.2008
Vujovic međ vafasöm tilţrif á EM í Sviss
Evrópumeistaramótiđ í hanbolta hefst á fimmtudaginn í Noregi og án efa fer allt á hvolf hér á Íslandi, samkvćmt venju. Ég var á síđasta EM sem fram fór í Sviss ţar sem ađ Viggó Sigurđsson var ţjálfari. Á ţví móti voru meiđsli lykilmanna sem gerđu út um vonir okkar. Ólafur Stefánsson fékk gríđarlegt högg á brjóstkassann gegn Serbum og var nánast úr leik ţađ sem eftir var. Alexander Petterson kjálkabrotnađi gegn Rússum - en hann kvartađi ekki fyrr en leikurinn var búinn. Hann var úr leik en viđ lögđum rússneska björninn.
Einar Hólmgeirsson meiddist í leiknum gegn Króatíu sem viđ töpuđum naumlega. Ţađ voru ađeins 10 mínútur búnar af leiknum ţegar hann meiddist og hann var ekkert meira međ á EM. Garcia var tábrotinn og Roland var eitthvađ tjónađur líka. Ţađ getur ţví margt gerst á stuttu móti ţar sem ađ liđ geta leikiđ 8 leiki á 11 dögum. Sem er algjört rugl.
Ţađ sem var eftirminnilegast á EM í Sviss ađ mínu mati var framkoma Veselin Vujovic ţjálfara Serbíu í riđlakeppninni í Sursee. Í leik Serba og Ungverja missti Vujovic gjörsamlega stjórn á skapi sínu ţegar Alen Murotovic leikmađur Serbíu gerđi tvenn mistök í röđ. Murotovic lék ađeins í sókn sem skytta vinstra meginn og hann byrjađi á ţví ađ skipta útaf ţegar hann átti ekki ađ velja ţann kostinn. Ungverjar nýttu sér mistökin og skoruđu.
Ţjálfarinn stóđ fyrir framan leikmanninn viđ skiptisvćđiđi. Vujovic drullađi eitthvađ yfir hann. Síđan ýtti hann í báđar axlir leikmannsins sem datt aftur fyrir sig, hann rúllađi yfir varamannbekkinn og endađi nćstum ţví upp í stúku.
Vujovic sá síđan ađ sér, kyssti Murotovic á kinnina, (ţađ er alveg satt) og sendi hann inn í nćstu sókn. Ţar gaf Murotovic feilsendingu og Ungverjar brunuđu fram og skoruđu. Murotovic kom útaf og Vujovic tók á móti honum međ ţeim hćtti ađ ţađ gleymist ekki. Hann rétti honum upphitunarpeysuna, og sagđi leikmanninum ađ fara í sturtu. Ţetta var um miđjan fyrri hálfleik.
Ógleymanlegt.
e.s. í nćsta leik Serbíu sem var gegn Króatíu í milliriđlinum í St. Gallen var Murotovic ekki í leikmannahóp Serba.
Athugasemdir
Snillingar í samskiptum og mótiveringu margir frá ţessu horni heimsins!
Magnús Ţór Jónsson, 15.1.2008 kl. 20:59
Var svo"lánsamur" ađ sjá ţetta, var međ ţví besta EVER!!!
Henry Birgir (IP-tala skráđ) 16.1.2008 kl. 01:02
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.