Fimmtudagur, 17.1.2008
56 kb á HM í Caminha
Fleiri sögur af stórmótum í handbolta.
Í janúar 2003 fór ég á HM í Portúgal. Ísland lék í riðli sem fram fór í Viseu, smábæ inn miðju landi, ekki mjög langt frá Porto. Algjört ævintýri að lenda í Porto, henda sér inn í bílaleigubíl og reyna að finna réttu leiðina í myrkrinu. Það gekk á endanum en ég mæli ekki með því að vera með kort í farþegasætinu og reyna að lesa á það á +100!
Þegar riðlakeppnin hófst var ekki búið að gefa það út hvar Ísland myndi leika í milliriðli, ef þeir kæmust þangað. Snilld og lýsir vinnubrögðum IHF mjög vel. Stuðningsmenn gátu því ekki bókað hótel eða gert ráðstafanir.
Ísland komst áfram í milliriðil þar sem að leikið var gegn Póllandi og Spánverjum í enn minni bæ sem heitir Caminha. Í raun var HM á Íslandi stórmót miðað við þá umgjörð sem var í Caminha. Það var einn stuðningsmaður frá Íslandi sem fylgdi liðinu til Caminha.
Já, hann var einn á ferð.
Skemmtilegast fannst mér að sjá þegar aðstaða fyrir fjölmiðla var sett upp í Caminha. Fjöldi ljósmyndara var á svæðinu og mikil þörf á góðri nettengingu í aðstöðunni. Portúgalarnir voru mjög stoltir af aðstöðunni þegar þeir höfðu lokið við að setja dæmið upp.
Jú, það voru margar borðtölvur sem menn gátu nýtt sér, og allir fengu skrifborð til þess að vinna við. Vandamálið var aðeins eitt. Allar tölvurnar voru tengdar í gegnum sama módemið sem var 56/kb sek. Svona innhringi dæmi sem flestir kannast við.
Á hraða snigilsins.
Það var gríðarlega gaman að sjá ljósmyndarana reyna að senda myndir á sama tíma í gegnum sömu tenginguna. Flestir brugðu á það ráð að senda myndirnar í gegnum GSM-síma og það tók ekki mikið lengri tíma....
Aðstaða fyrir fjölmiðla inn í íþróttasalnum var einnig mjög frumstæð. Á leik Íslands og Spánar fengum við ekki borð til þess að sitja við og ég og Guðmundur Hilmarsson sátum á meðal áhorfenda með spjald á lærunum til þess að skrifa eitthvað niður. Við sátum á milli tveggja sveittra Spánverja í netabolum og lyktin var eftir því..
Það er stundum svona Landsmótsstemmning á stórmótum í handbolta.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Bloggar, Ferðalög | Facebook
Athugasemdir
Hvað ertu að kvarta yfir aðstöðunni á Laugardalsvelli maður ;)
Það er mikið betra en þetta ;)
En alltaf gaman að lesa svona sögur.
Rúnar Birgir Gíslason, 17.1.2008 kl. 09:51
Það góða við Laugardalsvöllin er hin náttúrulega loftræsting. Gaurarnir í netabolunum frá Spáni lyktuðu eins og ruslatunna.
Fleiri sögur í bígerð... og ein m.a. af Króknum..
Sigurður Elvar Þórólfsson, 18.1.2008 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.