Eldur í hóteli íslenska landsliðsins

Jæja. Lína Langsokkur og Emil í Kattholti rúlluðu okkur upp í Þrándheimi í kvöld á EM.

Ástandið var það slæmt að það kviknaði eldur á hóteli landsliðsins og það var ástand á Brittania hótelinu.

Neðsta hæðin var rýmd og þrír aðilar voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. 

Nóg með það. Kannski bara stormur í vatnsglasi hjá norsku pressunni.euro_2008_haus

Í kvöld var frumsýning á nýju kerfi sem tölvugúrúarnir á mbl.is hafa á undanförnum tveimur dögum verið að vinna að. 

Leikur Íslands gegn Svíum var í beinni lýsingu og var úrvinnslan á lýsingunni með allt öðrum hætti en áður.

Það eru nokkur atriði sem við þurfum að fínpússa fyrir næsta leik en að öðru leiti held ég að þetta hafi tekist vel.

Þetta er komið til að vera og núna verður ráðist í beinar lýsingar á alls kyns íþróttaviðburðum. 

Það væri gaman að fá komment á þetta nýja kerfi og hvað mætti þá laga?

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnaður andskoti! Til hamingju með þetta, þvílíkur munur frá því sem var.

Ef þú ert að leita að einhverju til að laga þá þætti mér sniðugt að hafa tölfræði og fastar upplýsingar utan við "scroll-boxið". Þannig að þegar ég dett inn á síðuna, segjum um miðjan seinni hálfleik, þá sjái ég strax markaskorara og skotnýtingu, fjölda brottvísana, liðin og fleira, án þess að þurfa að scrolla mig í gegnum alla lýsinguna.

En þið eruð að gera mjög góða hluti með þessu. Verður nýja kerfið nefnt Svensson?

Sindri (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 01:38

2 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Takk fyrir viðbrögðin. Við setjum þetta í launaða nefnd. Nýja kerfið verður ekki nefnt Svensson. Seth er mjög líklegt til sigurs en Nielsen er einnig með sterka stöðu þar sem hann er höfuðið í þessari aðgerð.

Sigurður Elvar Þórólfsson, 18.1.2008 kl. 09:58

3 identicon

Mjög flott hjá ykkur. Mætti kannski setja inn stöðuna eftir hvert mark í comments, þannig að maður geti rakið leikinn eftir á...

Doddi (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband