Ólafur F.. í Little Britain?

Það er allt að verða vitlaust út af þessum Spaugstofuþætti sem sýndur var á laugardaginn.

Ég27088 brosti og hló nokkrum sinnum og það hefur ekki gerst lengi yfir Spaugstofunni.

Mér fannst margt af þessu bráðfyndið og kaldhæðnin í aðalhlutverki. Ég skil ekki afhverju svona margir eru að æsa sig yfir því að atburðir samtímans séu settir upp í "farsa" eða "revíu" í vikulokinn? Að  mínu mati hefðu þeir mátt ganga miklu lengra.

Ef þetta grín er sett upp í alþjóðlegt samhengi þá gætum við alveg ímyndað okkur hvernig Bretar hefðu tekið á þessu upphlaupi í Borgarstjórn Reykjavíkur?

Little Britain? Spaugstofan er bara sunnudagsskóli miðað við margt annað sem við sjáum daglega í sjónvarpi.

Harpa Hreinsdóttir kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands hittir naglann á höfuðið í þessari færslu. Þar tekur hún Ólaf F. í nefið en Harpa hefur ekkert að fela þegar kemur að umræðu um geðsjúkdóma eða geðsýki.....

"Af hverju er valdamikill maður, borgarstjórinn í Reykjavík, að reyna NÚNA að draga umræðu um geðsjúkdóma niður á sama plan og upp úr 1975, þegar menn göptu yfir Gaukshreiðrinu  hans Milos Forman, gerðri eftir bók sem kom út 1962 og byggði á reynslu Ken Kesey af vaktmannsstörfum á geðsjúkrahúsum nokkrum árum fyrr." 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Waage

Skemmtilegur vinkill á Ólafi F.

Great minds think a like :) ...sjá hér

Sveinn Waage, 30.1.2008 kl. 10:04

2 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

He, he.. það vantaði bara sekkjapípurnar í farsann þarna í Ráðhúsinu.. 

Sigurður Elvar Þórólfsson, 30.1.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband