Hringdi HSÍ í pabba?

Ég heyrði í pabba í dag og hann hafði áhyggjur af því að hafa gleymt farsímanum úti í bíl í sólarhring eða svo. Þegar hann náði í símann (gamall Nokia hlunkur) þá voru 45 missed calls úr þessu númeri. 

Þeir þarna í landsliðsnefndinni hafa sem sagt grafið það upp að sá gamli náði alveg þokkalegum árangri með handknattleikslið ÍA fyrir rúmlega þremur áratugum.ola00990

Það sem hefur vakið áhuga landsliðsnefndar HSÍ á gamla manninum er eflaust sú staðreynd að á rúmlega 30 ára ferli sem íþróttkennari tókst honum að kenna Borgnesingum handbolta.

Það er ekki á allra færi. Ég efast ekki um að Viðar Símonarson og Kjartan Másson hafa mælt með honum. 

Ég skora því á Þórólf Ævar að taka að sér starfið.

Enda er maður ekki hættur að vinna.

Bara hættur að kenna. 

Þórólfur Ævar er til vinstri á myndinni en sá sem er til hægri er Hallur heitinn Gunnlaugsson íþróttakennari. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Endalaus skot eru þetta á Borgnesinga alltaf hreint. Minni á að það var rekinn líflegur handbolti í Nesinu fram til ársins 1990 undir harðri hendi Rúnka Vikk. Síðan ösnuðumst við til að fara að geta eitthvað í körfu og þá var einfaldlega ekki pláss fyrir fleiri íþróttir í salnum.

Maggi San (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 11:23

2 Smámynd: Ragnar Gunnarsson

Ég gerðist nú svo frægur að æfa handbolta með Skallagrím í gamla daga, hvar Rúnki Vikk réði ríkjum.  Margir snillingarnir stigur þar sín fyrstu skref í handboltanum.  Nægir þar að nefna Finn Jóns, Hendrik Hermannsson Gunnarssonar og Jökul Fannar.  Man svo eftir að hafa spilað  handbolta undir leiðsögn Ævars í FVA en minnist þess ekki að hafa bætt mig mikið sem leikmaður þar, enda kannski ekki miklu hægt að bæta við

Ragnar Gunnarsson, 20.2.2008 kl. 16:35

3 identicon

Bifrestingar gerðu heiðarlega tilraun til að fá að æfa handbolta í Borganesi síðasta vetur.

Það var stoppað af Indriða (íþrótta og æskulýðsfulltrúa ?)

Harpix næst víst ekki af við þrif.

Barði Barðason (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 03:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband