Föstudagur, 22.2.2008
"Kaupstaðarlykt?"
Enn er þátturinn Utan vallar til umræðu þar sem að landsliðsþjálfaramál HSÍ voru í brennidepli.
Ég horfði aftur á þáttinn í gær og ég dreg það í efa að Þorbergur Aðalsteinsson hafi verið með réttu ráði í þættinum.
Menn hafa spurt mig hvort það hafi verið "kaupstaðarlykt" af gömlu stórskyttunni? Ég get ekki fullyrt það. Var ekki á svæðinu sjálfur. En ég velti þessari spurningu sjálfur fyrir mér í gærkvöldi þegar ég hafði séð þáttinn aftur...
Ef svo er þá sendi HSÍ veikasta hlekkinn í þessa útsendingu.
Athugasemdir
Því miður virðist ástandið ekki burðugra en það hjá HSÍ að það sendi veikan manna sem fulltrúa sinn í þáttinn.
kveðja, Ívar.
Ívar Benediktsson (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 10:23
Þetta var einkar sérkennileg uppákoma þarna í gær í Utan vallar! Ég var fyrst orðlaus en síðan grenjaði ég bara úr hlátri. Ein mesta snilld í sjónvarpi sem sést hefur lengi.
"síðan kemur einhver þjálfari... gæji eins og þú"
"við þurfum ekkert að heyra það frá einhverjum gaur í garðabæ að hlutirnir séu gerðir svona eða hinsegin"
"jájájájá, allt til, allt til. Bara sækja efnið."
"Þorbergur Aðalsteinsson..... (löng pása)...... slakaðu á"
"svo var talað við Dag......... var það ekki faglegt?"
"ef svo er þá er bara Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ að ljúga að mér"
þetta var wróóóósalegt sjóv sem þeir settu upp þarna í gær og Tobbi mætti bara í aðalhlutverkið eins og Eggert væri eðlilegra.
Byssan (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 12:49
Jedúddamía ... er að horfa á viðtalið á www.visir.is. Þetta er náttúrulega bara rugl, ég vorkenni bara Ívari og Aðalsteini að hafa þurft að sitja í sjónvarpssal og reyna að eiga vitrænar samræður við Þorberg. En mikið djö... hefði verið gaman ef besservisseinn Henrý Birgir hefði verið í salnum.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 22.2.2008 kl. 14:06
Eftir að hafa fylgst með Tobba í áhorfendaskaranum á nýliðnu Evrópumóti í Noregi, kom mér þessi uppákoma í sjálfu sér ekki á óvart. En ekki er hún stjórn HSÍ til framdráttar. Það er alveg á tæru.
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.