Í Tottenhamtreyju í skólann

Lífið virðist ekki vera of stutt til þess að halda með Tottenham....og margt hefur breyst á stuttum tíma. Sonurinn sem er á 10. ári fór í Tottenham treyjunni í skólann.. það hefur ekki gerst áður. tottenham-cswy

Helvíti var þetta skemmtilegt.. einn mesti "lúser" atvinnumennskunnar, Jonathan Woodgate, skorar sigurmarkið gegn Dollarliðinu hans Roman Abramovich...Íhaaaa

Kannski að Woodgate verði bestu kaup sögunnar??? hver veit.. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vonandi hefur hann ekki haft chelsea húfuna á höfðinu eins og í bónus um daginn en kominn tími á að við spursarar getum fagnað eftir mögur ár og allt virðist bara á ansi mikilli uppleið. svo ég segi bara til hamingju skagaspursarar eins og við og svenni rögg, tryggvi tryggva, siggi sigursteins, alli högna, matti hallgríms og allir hinir come on you spurs!!!!!!!!!!!!!!!!!

valdi kriss (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 16:23

2 identicon

Þessi glæsilegi hópur sem Valdi taldi upp á svo sannarlega skilið að fagna eftir mörg mögur ár. En talandi um Valda Kriss ætlar maðurinn að spila til sextugs?

Alexander (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 17:57

3 identicon

segir ekki einhversstaðar: allt er fertugum fært þó það eigi kannski ekki við í mínu tilviki. á meðan kallinn getur sofið sæmilega á nóttunni eftir æfingar og leiki(vakna bara svona 3-4 sinnum til að bryðja bólgueyðandi og kveikja á hitapokanum) þá er þetta í góðu lagi. er ekki maldini á svipuðum aldri? maður verður allaveganna ekki með móral að hafa hætt of snemma í boltanum loksins þegar skórnir fara í ruslið en það styttist í þetta...

valdi kriss (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband