Miðvikudagur, 2.4.2008
Borgaði Kárahnjúkavirkjun EINN
Það var maður sem ég þekki sem fékk vægt áfall þegar hann ýtti á villuprófunhnappinn á skattframtalinu á dögunum.
Það var allt í góðu með fráganginn og engar sjáanlegar villur en þegar ýtt var á flipann fyrir BRÁÐABIRGÐAÚTREIKNING fór blóðþrýstingurinn í hæstu hæðir hjá viðkomandi aðila.
"Þegar ég sá að ég ætti að bara að greiða rúmlega 300.000 kr. á mánuði í ágúst, september, október, nóvember og desember leið eins ég ætti að borga Kárahnjúkavirkjun EINN. " sagði sá sem um ræðir við seth.blog.is í óformlegu spjalli.
Blóðþrýstingurinn hjá viðkomandi er í jafnvægi þessa stundina eftir að hafa rætt við skattayfirvöld.
Þarna var um tæknileg mistök að ræða.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Bloggar, Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Það er ekkert mál að borga þetta
Þórólfur (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.