Titleist fyrir hobbita

Punchað fjögur járn dugði ekki til þess að koma golfbolta í gegnum gler frá Formaco í gær á fundi GSÍ á Hvaleyrarvelli. Tók þrjá bolta, sá fyrsti fór á milli auglýsingaspjaldsins og glersins, en í því næsta klíndi ég boltanum í hægri vinkilinn á rúðunni. Maður kannaðist við brothljóðið. Svona eins og á Merkurtúninu í gamla daga þegar boltinn fór yfir grindverkið hjá Helga Júlíussyni og í gróðurhúsið.

Spilaði Hvaleyrina eftir fundinn og var alveg hrikalega lélegur. Aðrir í hollinu mun betri og sumir helvíti góðir. Ég er með járnasett sem heitir Titleist Forged eitthvað, stiff járnsköft, og þetta á víst að vera alveg rosalega fínt. Höggin hjá mér með þessu dóti eru stórfurðuleg og eigandinn, Árni K. Þórólfsson, er vinsamlegast beðinn um að ná í þetta drasl og skila Cobra (Greg Norman) settinu sem hann stal af mér á 18. flöt á Garðavelli nýlega eftir að hann lék á 108 höggum, edrú. Já, 108...

Eftir að hafa skoðað betur Titleist kylfurnar þá kemur það í ljós að þær eru hannaðar fyrir íþróttadeild RÚV. Þar koma nokkrir til greina. Sem sagt. Allt of stuttar kylfur og höggin eftir því. Koma svo brói, skila gamla settinu og taka þetta hobbita Titleist sett til baka. :-)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Bíddu við, ég bókaði að þú hefðir brotið rúðuna!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.5.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Glerið brotnaði en boltinn fór ekki í gegn....8 ára kyrrseta á Mogganum er að gera mig að aumingja með hor..

Sigurður Elvar Þórólfsson, 21.5.2008 kl. 14:30

3 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Ekkert ofurhraður. En ég sveifla eins og ég hleyp.. eins og vindurinn.eða þannig.

Sigurður Elvar Þórólfsson, 24.5.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband