Djamm, jamm

Akranes hefur fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum á undanförnum vikum. Í fréttum RÚV á mánudag var rætt við ungan mann sem hafði miklar áhyggjur af fjölda útlendinga í bænum. Þeir voru aðallega fyrir á skemmtiSTAÐNUM. Drengurinn hafði áhyggjur af því að ástandið myndi versna enn frekar ef 10 einstæðar mæður frá Palestínu myndu flytja á Akranes  - ásamt börnum sínum. Jebb.

Ég væri að móðga meðalgreinda tilraunarottu með því að líkja heilabúi rottunnar við baunina í ...... Stundum missir maður hökuna niður í bringuna.. þetta var slíkt móment..

10 flóttakonur koma á Skagann með börnin sín. Þessar fjölskyldur óska eftir húsaskjóli, mat, skólavist og tíma til þess að aðlagast nýju landi og umhverfi. Kannski verða einhverjar búsettar í langan tíma á Akranesi, kannski ekki. Þeirra er valið. Hvað er vandamálið?

Akraneskaupstaður þarf að plögga bigtime á næstu mánuðum til þess að laga ímynd samfélagsins.

Í dag er ímyndin neikvæð. Því miður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband