Óðinn á RÚV með metnaðarfulla yfirlýsingu

Ég hlustaði á áhugavert spjall Einars Þorsteinssonar, fyrrum íþróttafréttamanns á RÚV, við Óðinn Jónsson fréttastjóra RÚV í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í gær.

Ég lagði þann skilning í viðtalið að Óðinn telur að íþróttafréttirnar á RÚV hafi fram til þessa ekki verið í sama gæðaflokki og aðrar fréttir RÚV.

(Óðinn):„Með þessari sameiningu þá fer íþróttafréttaþjónustan undir þessa sömu stjórn, sömu fréttastjórnina. Það má segja þá að á þessari nýju fréttastofu RÚV þá verða gerðar sömu gæðakröfur til íþróttafrétta og annarra frétta. Þetta er metnaðarfull yfirlýsing í sjálfu sér og við sem erum í faginu vitum hvað hún þýðir."

(Einar) „Hvað þýðir það fyrir þá sem ekki eru í faginu?"

(Óðinn): „Það þýðir það að íþróttafréttir eiga að lúta sömu gæðalögmálum. Þær eiga að vera jafngóðar, þær eiga að vera jafnvandaðar, þær eiga að vera jafnhlutlausar, og þær eiga að vera jafnágengar, og þær eiga að vera jafnkrefjandi og kryfjandi eins og aðrar fréttir."

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband