Afrekskylfingar my ass

Það er fátt sem toppar Ryderkeppnina í golfi. Betra sjónvarpsefni er varla til en ég hef áhyggjur af íslensku mótaröðinni.

Í dag fór fram lokamótið á Kaupþingsmótaröðinni, meistaramót meistarana, þar sem að stigahæstu kylfingar í öllum aldursflokkum mættu til leiks á Hvaleyrarvelli.

Það er skömm að því að skoða úrslit mótsins. Aðeins þrír kylfingar mættu til leiks í mfl. karla og tveir þeirra luku leik.Í hverjum flokki var 6 stigahæstu kylfingunum boðið til leiks. 

Ég efast ekki um að unglingarnir og eldri kylfingarnir sem mættu til leiks hafi leikið við sömu aðstæður og þeir sem eru í mfl. karla.

Það var 100%mæting í yngsta aldursflokknum 13-14 ára í drengjaflokki og aðeins eina stelpu vantaði í sama aldursflokk. Og það voru 5 keppendur í 70 ára og eldri í karlaflokki. Svona mætti lengi telja.

Þvílíkt rugl og ég spyr hvað er að gerast? Ömurlegur endir á keppnistímabilinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband