Fimmtudagur, 25.9.2008
RÚV skúbbar
Ég var ánægður með RÚV í gær þegar þeir sýndu markið hjá Eiði Smára í 10 fréttunum. Kom verulega á óvart að þetta væri í boði á RÚV. Skúbb þar á ferðinni. Samkvæmt DV.is í dag eru hræringar í Efstaleitinu í sportinu og óljóst hvernig staðan er..
Hans Steinar Bjarnason skaut langt yfir markið í hádegisfréttum Stöðvar 2 þegar hann fullyrti að tvö af slökustu liðum ensku úrvalsdeildarinnar hefðu mæst í enska deildabikarnum í Newcastle.Þar var aðeins annað af slökustu liðum úrvalsdeidarinnar og það var á heimavelli....
Það tekur engin mark á heimslistanum hér á Íslandi þegar hann birtist og stigataflan í ensku úrvalsdeildinni hefur sömu þýðingu fyrir okkur sem styðja við bakið á Tottenham... lélegasta lið ensku úrvalsdeildarinnar huh..... hvaða kjaftæði er þetta...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.