Fimmtudagur, 2.10.2008
Sparisjóður Hólmavíkur er valkostur
Ég hef verið að skoða þá möguleika sem eru í stöðunni.
Stofnun sem hefur ekki sent starfsmenn sína á Saga Class á hádegisverðafundi í London og víðar undanfarin misseri.
Sparisjóð þar sem að gamlar konur fara með spariféð sitt í veskinu og leggja inn án þess að hafa áhyggjur.
Þar sem að sparibaukar barnanna eru öryggir.
Ég held að þessi sparisjóður sé málið. Þeir eru ekki undir regnhlíf SPRON eða BYR......
Í alvöru....
Svo er það hinn möguleikinn að ná í vegabréfið....og rifja upp norskuna.. ÚFF
Athugasemdir
Bara ekki slæm hugmynd seth!
Ég flutti mín viðskipti fyrir um 10 árum heim í minn heiðardal, til Siglufjarðar. Fannst niðurlagning Búnaðarbankans skelfing og fór heim í litla sparisjóðinn minn þar sem ég gat treyst öllu og öllum.
Hann því miður hefur átt erfitt og varð að Sparisjóði Mýrasýslu, sem svo varð að Kaupþingi.
Nú sit ég uppi með það að treysta starfsfólkinu fullkomlega en alls ekki fyrirtækinu! En Strandamenn eru í flestu besta málið...... hvað þá í samhengi við Nojarana!
Magnús Þór Jónsson, 5.10.2008 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.