Fimmtudagur, 18.12.2008
og skítadreifarar...
Ég las góða sögu í vikunni. Þar áttu nemendur í 1. bekk að skrifa um Ísland.. vek athygli á orðinu um landbúnaðartæki í fimmtu línu, lokakaflinn er magnaður.
Á Íslandi eru mörg fjöll, Akrafjall og Hekla.
Það eru líka jarðskjálftar og eldgos, stundum, ekki alltaf.
Það eru fossar og jöklar á Íslandi og mikið af fjöllum.
Á Íslandi eru mörg dýr, hreindýr, hundar, kisur, minkar og refir og líka kindur og skítadreifarar. Svo eru fiskar í sjónum íkringum Ísland og líka hvalir og háhyrningar.
Forseti Íslands heitir Ólafur Ragnar Grímsson og hann á konu sem heitir Dorrit.
Forsetinn ræður eiginlega öllu og keyrir ekki bíl.
Höfundur er 6 ára og er nemandi í Grundaskóla á Akranesi.
Athugasemdir
Efnilegur frændi! Fleiri søgur takk
Eyrún Inga Þórólfsdóttir, 18.12.2008 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.