2008 REWIND

Djúpt á þessari færslu. Fattaði í dag að ég er ekki með Fésbók, hef aldrei farið inn á Fésbók og ég veit ekki hvað þetta er........líklega má rekja það til þess að ég er á fimmtudagsaldri.. helvítis fokking fokk..

Ég ætla að reyna að REW árið 2008 í stuttu máli og myndum.... fyrir þá sem ekki vita þá er REW takkinn á VHS tækinu..... Svindlum aðeins á þessu og tökum skref inn í janúar.

6. janúar 2009

_throttama_ur_a_2008_036-1_767716.jpg

Fimleikamaður Akraness 2008 - Frumburðurinn hefur alla íþróttahæfileikana frá pabbanum en mamman (sem verður fertug á þessu ári) má alveg eiga hrósið. Hún hefur víst þjálfað Elísu Svölu frá árinu 1994...... Elísa var á dögunum valin í úrtakshóp KSÍ fyrir 16 ára landsliðið..og hún heldur með Tottenham.. að sjálfsögðu eða þannig

6. janúar 2009

picture_121.jpg

Ég var fljótastur að synda þegar þessi sundkennari sendi mig út í óvissuna í myrkrið í apríl árið 1968.... það leyndi sér ekki á mömmu þegar líða fór á árið að ég var helvíti snöggur.. kom í heiminn 30.12.1968.. Sundkennarinn frá Akranesi hefur á undanförnum mánuðum tekið að sér að vera meindýraeyðir í efri byggðum Akraness..Hann heldur ávallt upp á afmælið sitt þann 6. janúar ár hvert en það eru víst 4 ár í að hann fái frítt í sund.....(þá er hann 63 ára.. ef að Árni bróðir er að lesa). 

Desember...

 

jolamyndir_2008_007.jpg

Jólin komu og fóru. Sá yngsti horfir á Tedda veðurfræðing á RÚV á hverju kvöldi og blótar því ef þessi hitabylgja heldur áfram að hrella landann. Nýju skíðin bíða út í bílskúr og nú á að skíða til að gleyma ICESAVE á árinu 2009. Miðbarnið gleymir ekki þessum jólum í bráð. Helköttaður á barnaspítala hringsins á öðrum degi jóla, botnlanginn eitthvað að þenja sig. Gott að því er lokið. 

Desember

skorradalur_020.jpg

Fórum í Skorradal að höggva tré.. áttum ánægjuleg nótulaus viðskipti við RÍKIÐ en tréð felldi ekki eina nál eftir að það var gróðursett í stofunni. Allir í stuði þegar við sóttum gripinn..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband