Laugardagur, 16.12.2006
Kötturinn í sekknum í "beinni " útsendingu
Kollegar mínir á íţróttadeild 365, Sýn, hafa ekki sparađ stóru orđin hvađ varđar árangur Birgis Leifs Hafţórssonar atvinnukylfings á Evrópumótaröđinni í golfi í S-Afríku.
Hans Steinar Bjarnason sagđi í kvöldfréttum Stöđvar 2 í gćr ađ árangur Birgis vćri sá besti hjá íslenskum kylfingi frá upphafi?????????
Birgir lék fyrst á Evrópumótaröđinni áriđ 1998 og hefur tekiđ ţátt á 10 mótum á Evrópumótaröđinni frá ţeim tíma. Besti árangur hans er 32. sćtiđ áriđ 2001 á móti sem fram fór á Madeira.
Birgir er ađ leika vel gegn mörgum af bestu kylfingum heims og Sýn sýnir "beint" frá mótinu. Ég geri hinsvegar alvarlegar athugasemdir viđ hvernig uppsetningin á auglýsingum frá mótinu hafa veriđ. Ţar er leitt ađ ţví líkum ađ Birgir verđi mikiđ í sviđsljósinu í beinu útsendingunum. Í dag hefst útsendingin um kl. 10:30 og ţá verđur Birgir Leifur búinn međ ţriđja hringinn á mótinu.
Á morgun verđur líklega ţađ sama uppi á teningnum. Á fyrsta keppnisdegi sást nafniđ hans ekki einu sinni á skortöflu mótsins sem birt var á skjánum.
Í gćr sást Birgir í ca 2. sekúndur á einni flöt vallarins. Snéri baki í myndavélina. Birgir hefur ţví ekki veriđ í "beinni" á Sýn. Langt frá ţví. Er veriđ ađ selja köttinn í sekknum - og selja golfáhugafólki áskrift ađ Sýn ţar sem ađ Birgir Leifur á ađ vera í ađalhlutverki. Ţetta eru ekki góđir viđskiptahćttir.
Birgir fékk fugl á 11. braut og er 2 undir samtals | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.