Föstudagur, 12.12.2008
2,2 % .......
Sá í kvöld innslag úr Íslandi í dag frá því í fyrradag, þar sem að fréttamaður var frekar undrandi á því hve fáir mæta á mótmælafundi. Hann taldi að 2,2% þjóðarinna hefðu mætt þegar flestir voru, ca 7.000 manns. Efast ekki um þessar talningu... löggann slumpaði á þetta..
Ég fór að velta því fyrir mér hvort þetta væri ekki bara helvíti margt miðað við höfðatölu og allt það?
Væri það fréttaefni ef tæplega 30 milljónir kæmu saman í Kína til að mótmæla? Reyndar væri það ekki feitur séns! . ... kínverski alþýðuherinn myndi án efa sjá um að það myndi ekki gerast..
Hafa 6,4 milljónir manns komið saman í Bandaríkjunum til þess að mótmæla? Veit það ekki, kannski.... 1,1 milljón manns á Englandi?, eða 100.000 þúsund í Noregi? Eða tæplega 150 milljón manns á heimsvísu?
Hef ekki hugmynd!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 10.12.2008
Kaupstaðarlykt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9.12.2008
Ódýr frunsulyf?
Minnisleysi og skortur á upplýsingum um gang mála er rauði þráðurinn í þeim fréttum sem voru efst á baugi í dag. KPMG, Glitnir, FL Group, feðgatengsl, og allur sá pakki...
Í Síðdegisútvarpi Rásar 2 um daginn var sagt frá því að bestu lyfin gegn Alzheimers séu ódýr frunsulyf. Spurning um að dreifa slíkum vörum á þá sem eiga að stýra uppgjöri bankahrunsins..
og það var gaman að fylgjast með rimmu Lúðvíks og Atla í Kastljósi kvöldsins.. mér sýndist að Atli hafi skorað helling af mörkum án þess að hafa mikið fyrir því...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 6.12.2008
Fy faen ég kýs Framsókn
Djók.
Það hljóta að vera tíðindi að það séu til þrír Framsóknarmenn á Íslandi og þeir ætla sér allir að verða formenn í flokknum í janúar.
Annars held ég með Höskuldi í þessari keppni.
Ekki spurning.
Hann hefur alltaf mætt í vinnu á mánudögum - ólíkt mörgum öðrum Framsóknarmönnum... meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3.12.2008
Fréttablaðið í kassa...
Fréttablaðið er ekki lengur borið út á mitt heimili.
Því miður.
Það er búið að setja upp plastkassa á ljósastaura víðsvegar bæinn þar sem að fólk á að sækja blaðið.
Einhver sagði að Fréttablaðið myndi færast nær lesendum með því að setja það í kassa á ljósastaur.
Ekki í mínu tilfelli.
Reyndar hef ég ákveðnar efasemdir um að þessir kassar "haldi lífi" þegar nær dregur áramótum.
Hjálparsveit skáta skaffar dótið.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2.12.2008
Viltu fara yfir stöðuna?
Heimsótti heimabanka Glitnis í dag.
Gat ekki annað en brosað af auglýsingu sem er á vef Glitnis.
Svona í ljósi aðstæðna...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26.11.2008
Ástþór hótar að blogga
Ég las fréttina á dv.is í fljótheitum og áttaði mig á því að fyrirsögnin er að sjálfsögðu ekki rétt.
Ástþór er að hóta bloggara en ekki að hóta því að fara að blogga... hjúkk.
Ástþór Magnússon hótar bloggara
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 19.11.2008
"Þetta er frekar mikið"
Útvarp Reykjavík, nú verða sagðar fréttir....
blablabla.. og talið er að skuldir Íslands vegna Icesave reikninga séu um 640 milljarðar... blablabla..
10 ára gutti leggur við hlustir, lítur upp úr íþróttasíðunni og spyr.
"Pabbi, hvað eru margar milljónir í einum milljarði, eru það 100?"
"Nei vinur, það eru 1.000 milljónir í einum milljarði."
"Ertu ekki að grínast?, afmælispeningarnir mínir í 1.000 ár myndu ekki duga fyrir einu skrilljónprósent af 640 milljörðum," sagði ungi maðurinn og hélt áfram að slafra í sig hunangs sjéríósinu...
"Þetta er frekar mikið," bætti hann við..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 15.11.2008
Hvar eru konurnar?
Ég horfði á Útsvar á RÚV í gær. Skagamenn.
Mitt bæjarfélag að keppa við Kópavog.
Í mínu liði var maður sem hefur ekki búið á Akranesi í 30 ár!..........
Það fannst mér skrýtið og undarlegt.
Nenni ekki að fylgjast með framhaldinu.
Kópavogsliðið skipað þremur "eilífðargettubetur" vitringum sem eflaust vinna þetta eins og í fyrra...
Ég spyr líka.
Hvar eru konurnar?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 14.11.2008
Fjórða þorskastríðið hafið
Fjórða þorskastríðið er hafið...
fjári fyndið framtak..
Íslendingar eru ekki alveg búnir að missa skopskynið....
Heyrði í dag að Harry Redknapp stjóri Tottenham hefði óskað eftir því að dagskrá vetrarins yrði breytt.
Hann leggur til að Tottenham mæti rauða liðinu frá Everton, þetta með Carlsberg merkinu framaná í hverri einustu viku fram í maí..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12.11.2008
Skeggvöxtur og íþróttir?
Evrópumeistaramót í skeggvexti var önnur af alls TVEIMUR íþróttafréttum RÚV í 20 fréttum sjónvarpsins.
Ég hef reynt að láta það eiga sig að tuða yfir því sem fram fer á öðrum íþróttafréttamiðlum - en keppni sérvitringa sem safna andlitshárum er kannski frétt en ekki íþróttafrétt.....
RÚV hefur gefið upp boltann... skora á einhvern hér á landi að setja upp EM í rassháravexti og toppa það síðan með HM í pungháravexti... það væri PÚÐUR í því... allt í beinni á RÚV?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 12.11.2008
Með leyfi forseta
Bútur úr ræðu Kolbeins kafteins alþingismanns...
Með leyfi forseta:
"Fari það í þúsund trilljón tryllta, tarfóða, tólgsadda, tannhvalsétandi, termítabitna túnfiska í Trékyllisvík!
Það bráðvantar týpur eins Kolbein í íslensk stjórnmál...
Reiður og yfirvegaður...Þetta bréf fannst mér fyndið...
Ég held að félagar okkar í Kína muni redda okkur um yfirdrátt... ÓRG óðalsbóndi á Bessastöðum fundaði með bæjarstjóranum í Ólympíuþorpinu í Peking í sumar. Þar liggja okkar möguleikar...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 12.11.2008
SEND
Lánið frá Færeyjum mun næstum því duga fyrir rekstrarkostnaði FL-Group/Stoða árið 2008. Hjúkk.
Það hefur eitthvað verið minnst á alþjóða félagsmálastofnunina hér á landi að undanförnu. IMF.
Það er víst eitthvað á reiki hvort umsóknin um yfirdráttinn hafi borist frá Íslandi.
Var sigld með bréfið á víkingaskipinu Íslendingi?, eða er þetta rafræn umsókn. !
Kannski að -b bóksali geti ýtt á SEND fyrir ríkisstjórnina. Málið dautt.
Það er líka hugmynd að fá þessa gaura til þess að leysa úr gjaldeyris skortinum á Íslandi.
Einar Bárðarson gæti kannski plöggað big time á Alþingi og komið þessu í gegn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 11.11.2008
Electricity, heights and women
Ég mæli með þessu myndbandi. Skemmtileg útivinna. Rafmögnuð spenna.
Og lokasetningarnar eru kómískar.
"There's only 3 things I have ever been afraid of...Electricity, heights and women... and I'm married too."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 7.11.2008
18 er talan
Auðvitað eru stýrivextir á Íslandi í 18%. Það eru víst 18 sjússar í vískíflöskunni......hvað um það...
Ísland er öðruvísi.. samanber þessi samantekt..
Golfmót. 8. nóvember. Á Íslandi. Garðavelli, Akranesi, á sumarflötum. Mæti, ekki spurning..
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 5.11.2008
Tæringaráhrif brennisteinsvetnis í andrúmslofti
Ég var að stússast í sjónvarpsmálunum á heimilinu í dag og datt óvart inn í útsendingu frá Alþingi. Alveg satt.
Fylltist öryggistilfinningu að heyra það sem þar fór fram.. hmhmhmhmhm..
Allt í tómu tjóni á klakanum...og störf þingsins voru að sjálfsögðu í samræmi við ástandið.
Störf þingsins 05. nóv.
Tæringaráhrif brennisteinsvetnis í andrúmslofti.
Sæstrengir í friðlandi Surtseyjar.
Útbýting þingskjala:Mengunarmælingar við Þingvallavatn.
Húsaleigusamningur ríkisins og ríkisstofnana
Lífsýnasöfn, 123. mál.
Jamm...ég átti nefnilega erfitt með svefn í gær þar sem ég velti fyrir mér tæringaráhrifum brennisteinsvetnis í andrúmslofti....
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 5.11.2008
Ísland - best í heimi
Fékk þetta sent frá Noregi eftir atburði gærdagsins. Glitnir, Landsbankinn, Kaupþing....Ótrúlegt..
| |
November 5. |
Most Corrupt Countries, 2008
|
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3.11.2008
Nígeríumaður hækkar stýrivexti
Obafemi Martins hækkaði stýrivextina á Íslandi um 2% í kvöld.
Nígeríumaðurinn skoraði bæði mörk Newcastle í 2:0-sigri gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.
Tottenham er því aftur á botninum, 20. sæti. Þýðir það ekki 20 % stýrivexti? ef kenningin er rétt...
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1.11.2008
Línulegt samhengi stýrivaxta og velgengni
Ég sé að stýrisvaxtahækkunin er strax farin að virka vel - í London....
Ég spái því að það verði línulegt samhengi á milli stýrivaxta Seðlabankans og stöðu Tottenham í deildinni..
Bendi því til staðfestingar að Spursliðið er í 18. sæti eftir 2:1 sigur gegn hinu liðinu frá Everton....
þessu rauða með Carlsbergmerkinu framaná.. man ekki í augnablikinu hvað þeir heita...
Hver þarf lán frá Rússlandi eftir sigurmarkið frá Pavlyuchenko ... óborganlegt.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)