Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 16.12.2008
Blaðamaður fundar með ritstjóra...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12.12.2008
2,2 % .......
Sá í kvöld innslag úr Íslandi í dag frá því í fyrradag, þar sem að fréttamaður var frekar undrandi á því hve fáir mæta á mótmælafundi. Hann taldi að 2,2% þjóðarinna hefðu mætt þegar flestir voru, ca 7.000 manns. Efast ekki um þessar talningu... löggann slumpaði á þetta..
Ég fór að velta því fyrir mér hvort þetta væri ekki bara helvíti margt miðað við höfðatölu og allt það?
Væri það fréttaefni ef tæplega 30 milljónir kæmu saman í Kína til að mótmæla? Reyndar væri það ekki feitur séns! . ... kínverski alþýðuherinn myndi án efa sjá um að það myndi ekki gerast..
Hafa 6,4 milljónir manns komið saman í Bandaríkjunum til þess að mótmæla? Veit það ekki, kannski.... 1,1 milljón manns á Englandi?, eða 100.000 þúsund í Noregi? Eða tæplega 150 milljón manns á heimsvísu?
Hef ekki hugmynd!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 10.12.2008
Kaupstaðarlykt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 6.12.2008
Fy faen ég kýs Framsókn
Djók.
Það hljóta að vera tíðindi að það séu til þrír Framsóknarmenn á Íslandi og þeir ætla sér allir að verða formenn í flokknum í janúar.
Annars held ég með Höskuldi í þessari keppni.
Ekki spurning.
Hann hefur alltaf mætt í vinnu á mánudögum - ólíkt mörgum öðrum Framsóknarmönnum... meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3.12.2008
Fréttablaðið í kassa...
Fréttablaðið er ekki lengur borið út á mitt heimili.
Því miður.
Það er búið að setja upp plastkassa á ljósastaura víðsvegar bæinn þar sem að fólk á að sækja blaðið.
Einhver sagði að Fréttablaðið myndi færast nær lesendum með því að setja það í kassa á ljósastaur.
Ekki í mínu tilfelli.
Reyndar hef ég ákveðnar efasemdir um að þessir kassar "haldi lífi" þegar nær dregur áramótum.
Hjálparsveit skáta skaffar dótið.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26.11.2008
Ástþór hótar að blogga
Ég las fréttina á dv.is í fljótheitum og áttaði mig á því að fyrirsögnin er að sjálfsögðu ekki rétt.
Ástþór er að hóta bloggara en ekki að hóta því að fara að blogga... hjúkk.
Ástþór Magnússon hótar bloggara
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 19.11.2008
"Þetta er frekar mikið"
Útvarp Reykjavík, nú verða sagðar fréttir....
blablabla.. og talið er að skuldir Íslands vegna Icesave reikninga séu um 640 milljarðar... blablabla..
10 ára gutti leggur við hlustir, lítur upp úr íþróttasíðunni og spyr.
"Pabbi, hvað eru margar milljónir í einum milljarði, eru það 100?"
"Nei vinur, það eru 1.000 milljónir í einum milljarði."
"Ertu ekki að grínast?, afmælispeningarnir mínir í 1.000 ár myndu ekki duga fyrir einu skrilljónprósent af 640 milljörðum," sagði ungi maðurinn og hélt áfram að slafra í sig hunangs sjéríósinu...
"Þetta er frekar mikið," bætti hann við..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 14.11.2008
Fjórða þorskastríðið hafið
Fjórða þorskastríðið er hafið...
fjári fyndið framtak..
Íslendingar eru ekki alveg búnir að missa skopskynið....
Heyrði í dag að Harry Redknapp stjóri Tottenham hefði óskað eftir því að dagskrá vetrarins yrði breytt.
Hann leggur til að Tottenham mæti rauða liðinu frá Everton, þetta með Carlsberg merkinu framaná í hverri einustu viku fram í maí..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12.11.2008
Með leyfi forseta
Bútur úr ræðu Kolbeins kafteins alþingismanns...
Með leyfi forseta:
"Fari það í þúsund trilljón tryllta, tarfóða, tólgsadda, tannhvalsétandi, termítabitna túnfiska í Trékyllisvík!
Það bráðvantar týpur eins Kolbein í íslensk stjórnmál...
Reiður og yfirvegaður...Þetta bréf fannst mér fyndið...
Ég held að félagar okkar í Kína muni redda okkur um yfirdrátt... ÓRG óðalsbóndi á Bessastöðum fundaði með bæjarstjóranum í Ólympíuþorpinu í Peking í sumar. Þar liggja okkar möguleikar...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 12.11.2008
SEND
Lánið frá Færeyjum mun næstum því duga fyrir rekstrarkostnaði FL-Group/Stoða árið 2008. Hjúkk.
Það hefur eitthvað verið minnst á alþjóða félagsmálastofnunina hér á landi að undanförnu. IMF.
Það er víst eitthvað á reiki hvort umsóknin um yfirdráttinn hafi borist frá Íslandi.
Var sigld með bréfið á víkingaskipinu Íslendingi?, eða er þetta rafræn umsókn. !
Kannski að -b bóksali geti ýtt á SEND fyrir ríkisstjórnina. Málið dautt.
Það er líka hugmynd að fá þessa gaura til þess að leysa úr gjaldeyris skortinum á Íslandi.
Einar Bárðarson gæti kannski plöggað big time á Alþingi og komið þessu í gegn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)