Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 11.11.2008
Electricity, heights and women
Ég mæli með þessu myndbandi. Skemmtileg útivinna. Rafmögnuð spenna.
Og lokasetningarnar eru kómískar.
"There's only 3 things I have ever been afraid of...Electricity, heights and women... and I'm married too."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 5.11.2008
Ísland - best í heimi
Fékk þetta sent frá Noregi eftir atburði gærdagsins. Glitnir, Landsbankinn, Kaupþing....Ótrúlegt..
| |
November 5. |
Most Corrupt Countries, 2008
|
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2.10.2008
Sparisjóður Hólmavíkur er valkostur
Ég hef verið að skoða þá möguleika sem eru í stöðunni.
Stofnun sem hefur ekki sent starfsmenn sína á Saga Class á hádegisverðafundi í London og víðar undanfarin misseri.
Sparisjóð þar sem að gamlar konur fara með spariféð sitt í veskinu og leggja inn án þess að hafa áhyggjur.
Þar sem að sparibaukar barnanna eru öryggir.
Ég held að þessi sparisjóður sé málið. Þeir eru ekki undir regnhlíf SPRON eða BYR......
Í alvöru....
Svo er það hinn möguleikinn að ná í vegabréfið....og rifja upp norskuna.. ÚFF
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 26.9.2008
Einn kaldur á 1200 kall
Hrökkbrauðið hrökk ofaní mig þegar Hallgrímur Indriðason á RÚV sagði frá því í 11 fréttum að gengisvísitala íslensku krónunnar væri 180 og eitthvað!!!
Það sem hræðir mig mest er að einn kaldur (0,4 l.) gæti kostað 1200 kall á veitingastað í Osló..(60-70 nkr.)
Hvað segja blankir námsmenn í Osló um þetta?
Á námsárum mínum í Osló sá ég að þeir sem dreifðu dagblaðinu Aftenposten á næturna voru með hærri laun en grunnskólakennarar á Íslandi.
Samkvæmt lauslegri könnun minni fá þeir sem bera út Aftenposten yfir blánóttina (1:30-6:00) um 200.000 nkr. á ári sem gera um 3,4 milljónir ísl. kr eða rúmlega 283.000 kr. á mánuði.
Það er eins gott ef bjórinn kostar 1200 kall...
Það væri gaman að fá dæmi af bjórverði á Íslandi, Danmörku, Englandi og víðar.... þetta er mjög mikilvægt atriði fyrir þá sem ætla sér að ferðast á næstunni :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 25.9.2008
Lufsupeysur!!!!!
Rás 2, síðdegisútvarpið í dag. Auglýsingar......ágæt rödd les....
Nú eru ótrúleg tilboð í gangi. Lufsupeysur á 3,900 og hálsklútar á 500 kr. Mind, fyrir konur sem vita betur.
Lufsupeysur?????
Ég er ekki kona sem veit betur, en hvur fjandinn er Lufsupeysa?
Það sem mér datt fyrst í hug var ekki fyrir ofan mitti á konum sem vita betur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 29.5.2008
Akranes skelfur..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 25.5.2008
Beyglaður stuðari í Belgrad
Júróvisjón. mhmhmhmhmhm..ég spái því að eftir 2-3 ár verði Austur-Vestur skipting á þessari keppni. Grannar skiptast á stigum og gríðarlega ólikir straumar í gangi hjá rúmlega 40 þjóðum sem tóku þátt.
Þetta rússneska lag er ömurlegt og ég gæti ekki raulað eina laglínu úr þessu lagi ef ég ætti að bjarga lífi mínu.. franska lagið var fínt, Spánverjinn var ferskur og tyrkneska lagið var að vinna á eftir 1., 2., 3 öl.. en danska lagið var með grúv sem ég var að fíla...
Sænska söngkonan minnti mig á beyglaðann stuðara á Volvo xc90- allt úr botoxplasti...man ekki hvað lagið heitir enda skiptir það engu máli úr þessu..
Íslensku söngvararnir stóðu fyrir sínu. eðalsöngvarar..en það verður aldrei nóg í þessari keppni það sem eftir er.. ég spái því að Bretar, Spánverjar, og Þjóðverjar leggi það til að nú sé nóg komið af þessu rugli..
Austur og Vestur júróvísjón verður staðreynd eftir nokkur ár..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 21.5.2008
Djamm, jamm
Akranes hefur fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum á undanförnum vikum. Í fréttum RÚV á mánudag var rætt við ungan mann sem hafði miklar áhyggjur af fjölda útlendinga í bænum. Þeir voru aðallega fyrir á skemmtiSTAÐNUM. Drengurinn hafði áhyggjur af því að ástandið myndi versna enn frekar ef 10 einstæðar mæður frá Palestínu myndu flytja á Akranes - ásamt börnum sínum. Jebb.
Ég væri að móðga meðalgreinda tilraunarottu með því að líkja heilabúi rottunnar við baunina í ...... Stundum missir maður hökuna niður í bringuna.. þetta var slíkt móment..
10 flóttakonur koma á Skagann með börnin sín. Þessar fjölskyldur óska eftir húsaskjóli, mat, skólavist og tíma til þess að aðlagast nýju landi og umhverfi. Kannski verða einhverjar búsettar í langan tíma á Akranesi, kannski ekki. Þeirra er valið. Hvað er vandamálið?
Akraneskaupstaður þarf að plögga bigtime á næstu mánuðum til þess að laga ímynd samfélagsins.
Í dag er ímyndin neikvæð. Því miður.
Bloggar | Breytt 22.5.2008 kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 13.5.2008
Harlem hreinni en Rvík
Egill Helgason ofurkrulla á RÚV er að skoða veröldina.
Bloggar frá New York.
Hef aldrei komið þangað en ég tók eftir þessu..
Við fórum í Harlem í fyrradag. Meira að segja þar eru göturnar hreinni en í Reykjavík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30.4.2008
Na zdorovje
Ég hef nú ekki lagt mikla vinnu í að afla mér upplýsinga um Avram Grant knattspyrnustjóra Chelsea..
Hann virkar á mig eins og hann hafi allar heimsins áhyggjur á herðum sínum. Grant gæti verið yfirmaður geimsjávarlíffræðideildarinnar við háskólann í Narvik í Noregi.
Litlaus karakter sem fer óendanlega í taugarnar á enskum blaðamönnum. En - Grant er þegar búinn að koma Chelsea í úrslit Meistaradeildarinnar, eitthvað sem The Special One náði ekki að gera. Og Chelsea á enn séns á enska meistaratitlinum.
Ég spái því að Grantarinn fagni á Brúnni þann 11. maí eftir sigur gegn Bolton og hann tekur frasana Na zdorovje, Budem zdorovy, í Moskvu með Róman þegar Chelsea fagnar sigri í Meistaradeildinni...
e.s. Ermólinskí reyndi að kenna mér þetta á sínum tíma, (það á víst að vera skál á rússnesku) Na zdorovje.....
Chelsea í úrslit í fyrsta sinn eftir 3:2 sigur á Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)